Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 136
Sigurður Öm Steingrímsson
nefnt hefur verið inntak eða innihald.3 Framsetningarmáti og innihald eru
því atriði, sem eru hvort á sínu þrepi, og hægt er að fjalla um hvort um
sig.
Framsetningu texta má lýsa nokkuð nákvæmlega með reglum málfræði
og setningarfræði. Þar á móti eru ekki til sambærilegar reglur, sem lýsa
innihaldi texta.
Mál tengjast ekki heimi þeirra, sem málið nota, vegna einhverra
eiginleika málhjóða eða máleininga, heldur eru tengsl máleininganna við
veruleikann hefðbundin.4 Tiltekinn hópur notar mál á sinn sérstaka hátt.
Tengsl máls við veruleikann em ekki hlutlæg, heldur er það, sem málið
lýsir, metið eða athugað frá sérstöku sjónarmiði notendanna. Þetta mat er
hefðbundinn hluti hvers tungumáls og mótar framsetningu þess. Það mat
og þau sjónarmið, sem málnotkunin vitnar um, afmarkar síðan heim
málsamfélagsins.5 Málnotkunin speglar m.ö.o. aðstæður og sjónarmið,
sem em ríkjandi á tilteknu menningarsvæði. Þess vegna er afmörkun
merkingarsviðs eininga ólíkra mála ósambærileg og málnotkun ólík.6
Þegar mál er notað, speglar það ekki einungis hefðbundin og
viðurkennd sjónarmið málsamfélagsins. Hverju sinni, sem texti er settur
fram, hvort heldur á töluðu eða rituðu máli, á sér stað einstæður
atburður, í beinum tengslum við aðstæður á þeim stað og tíma, sem hann
gerist á. Sendandi textans hefur eitthvað ákveðið markmið í huga, sem
textanum er ætlað að ná. Forsendur og markmið textans em fyrir hendi í
samfélagi eða aðstæðum sendanda textans. Textinn er m.ö.o. mótaður af
aðstæðum á tilteknum stað og tíma og mjög oft illskiljanlegur, sé reynt að
tengja hann öðmm aðstæðum og tíma.
Þegar lifandi mál er notað, er jafnan gengið út frá því sem gefnu, að
notendur málsins þekki aðstæður málsvæðisins. Þess vegna er hlaupið yfir
mjög margt, sem skiptir miklu máli fyrir merkingu textans, en talið er
alþekkt. Þar á móti skortir allar slíkar sjálfsagðar og almennar
upplýsingar, þegar reynt er að skilja dauð mál. Sá, sem vill reyna að
skilja texta frá löngu liðnum tíma og frá menningarsvæði, ólíku því, sem
skýrandi textans tilheyrir, verður því að afla allra tiltækra upplýsinga um
stað og tíma textans. Þeir, sem fást við foma texta, verða því að reyna að
3 J. Lyons, op. cit. s. 54.
4 Sbr. R. A. Beaugrande, W. U. Dressler: Einfiihrung in die Textlinguistik, Tiibingen
1981, s. 8.
5 W. Koller: Einfiihrung in die Ubersetzungswissenschaft, Heidelberg, Wiesbaden
1987, s. 136: „Den Sehweisen, Normen und Einstellungen, die man in der
Sozialisation und in der praktischen Auseinandersetzung mit der „Welt” erwirbt,
entsprechen sprachliche Sehweisen, Normen und Einstellungen: die genormte
Wirklichkeit und die genormte Sprache stehen in einem gegenseitigem, komplexen
Bedingungsverhaltnis."
6 J. de Ward, E. A. Nida: From one Language to another. Functional Equivalence in
Bible Translating, Nashville, Camden, New York 1986, s. 61: „This process of
categorizing and attatching names to various kinds of phenomena means that there is
inevitably a degree of artificiality and arbitraryness about the way in which we
segment or divide different sets of phenomena”.
134