Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 137
Úr hebresku á íslenzku
endurreisa þær aðstæður, sem textinn tengdist, þegar hann varð til. Sá
sem, ætlar að þýða texta úr dauðu máli, verður að hafa þekkingu á
fomleifafræði, stjómmála-, menningar- og trúarbragðasögu, efnahagslífi
og lifnaðarháttum þess svæðis og tímabils, sem textinn í upphafi var
miðaður við.
II
Meginhluti Gamla testamentisins er ritaður á hebresku, nokkrir kaflar á
svonefndri ríkisarameísku,7 en hún var notuð sem opinbert mál í
vesturhluta persneska heimsríkisins.
Hebreska var lifandi talmál á tímabili Gamla testamentisins, u.þ.b.
1200-200 f. Kr.8 Þetta mál hlýtur nú að teljast dautt mál, sama er að segja
um ríkisarameísku sem töluð var í Palestínu langt fram á 1. öld e. Kr.9
Það er því ljóst, að þegar Gamla testamentið er þýtt á nútímamál, verður
að nýta alla tiltæka þekkingu um samfélag, lifnaðarhætti og menningu
þeirra sem rituðu þessa texta og notuðu þá fyrst.
Burtséð frá þeim vanda, sem leiðir af því, að Gamla testamentið er
skráð á dauðum málum, hefur varðveizla þess og notkun um langt
tímabil, skilið eftir spor í texta þess.
Texti Gamla testamentisins var upphaflega skráður með samhljóðaletri
án tákna fyrir sérhljóða. Elztu handrit, sem nú eru þekkt, af einstökum
ritum eru hin svonefndu Dauðahafshandrit, sem fundust í hellum í grennd
við Qumran og Wadi Murabacat á árunum eftir 1947. Handritin frá
hellunum við Qumran hafa verið rituð á tímabilinu frá því um 200 f. Kr.
til 68 e. Kr., en þá voru byggingar samfélagsins þar eyðilagðar af X
rómversku hersveitinni, sem hafði höfuðstöðvar í Jeríkó. Handritin frá
hellunum við Wadi Murabacat eru heldur yngri og hafa verið falin á tíma
síðari uppreisnar Gyðinga gegn Rómverjum, 132-135 e. Kr.
Þegar aldur þessara handrita er borinn saman við aldur þeirra, sem
voru elzt þekktra handrita fyrir þennan fund, verður mikilvægi þeirra
fyrir rannsóknir á texta og hefðasögu Gamla testamentisins skiljanlegt.
Aður en þessi handrit fundust, var Nash papýrusinn, sem fannst í
Egyptalandi árið 1902 talinn vera elzta handrit hebresks biblíutexta.10
Samkvæmt mati P.Kahle er þessi papýrus frá tímanum fyrir eyðileggingu
musterisins, árið 70. Þessi papýrus, sem aðeins er eitt blað, varðveitir hin
7 Dan 2,4-7,28; Esra 4,8-6; 7,1 -26; Jer 10,11; tvö orð notuð sem þýðing á hebresku
ömefni á arameísku í Gen 31,47.
^ Sú hebreska sem hefur verið endurreist sem talmál í ríkinu ísrael, verður að teljast
annað mál en biblíuleg hebreska, enda þótt bygging sé sú sama og orðaforði að
nokkru leyti.
Um þessa endurreisn sjá E. Y. Kutscher: A History of the Hebrew Language,
Jerusalem 1984, s. 293-299.
9 Arameíska er samt enn til sem talmál hjá nokkrum mjög einangruðum samfélögum í
Sýrlandi.
10 E. Wúrthwein: Der Text des alten Testaments, Stuttgart 1963, s. 37-38.
135