Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 138
Sigurður Öm Steingrímsson
tíu boðorð og minnir framsetning þeirra bæði á Ex 20,2 nn og Dtn 5,6
nn. Auk þess er „súmá“, Dtn 6,4 n á þessu blaði.
Mjög gömul brot úr ýmsum textum úr Gamla testamentinu, frá 400 -
500 e. Kr., fundust í „geniza“,n einskonar ruslakompu, í fomri sýnagógu
í Kaíró, seint á síðustu öld.
Codex Cairensis er handrit af ritum hinna fyrri og hinna síðari
spámanna, skrifað með sérhljóðatáknum árið 895 af Mosche ben Ascher.
Codex Babylonicus Petropolitanus er handrit af Jes, Jer, Esek og 12
spámannaritinu frá árinu 916 e. Kr. Þetta handrit er einkum mikilvægt
vegna þess, að það varðveitir hið babýlóníska sérhljóðakerfi.
Aleppohandritið varðveitti upphaflega allt Gamla testamentið, en nú
hafa hlutar af handritinu glatast. Handritið er frá fyrri hluta 10. aldar og
samkvæmt athugasemd (kolofon) á handritinu hefur Aaron ben Mosche
ben Ascher bætt sérhljóðatáknum við hinn upphaflega samhljóðatexta. Nú
er hafin ný útgáfa á texta Gamla testamentisins á vegum Hebreska
Háskólans í Jerúsalem og er hún byggð á þessu handriti sem
höfuðhandriti.
Codex Leningradensis er handrit af öllu Gamla testamentinu.
Samkvæmt athugasemd á handritinu er það afskrift af handriti eftir
Aaron ben Mosche ben Ascher, gerð árið 1008. Þetta handrit var notað
sem gmndvöllur 3. útgáfu R. Kittels af texta Gamla testamentisins. Síðan
hefur það verið talið áreiðanlegasta handrit alls Gamla testamentisins og
var það notað sem aðalhandrit hinnar nýju útgáfu, Biblia Hebraica
Stuttgartensia.
Textamir frá Qumran víkja um margt frá þeirri samræmdu textagerð,
sem Gyðingar hafa talið vera hina einu réttu gerð textans. Þar á móti em
textamir frá Wadi Murabacat ótvírætt af hinni samræmdu textagerð.
Þessi munur bendir til þess, að Qumran handritin hafi verið skráð fyrir
skráningu hins samræmda texta, en handritin frá Wadi Murabacat eftir.
Hinn samræmdi texti hefur þá samkvæmt því verið skráður á tímabilinu
70-135 e. Kr. Er það raunar í samræmi við hefðina um sýnóduna í
Jamnía, sem endanlega ákvað hvaða rit ættu að tilheyra hinu viðurkennda
helgiritasafni (kanon) og talið er að hafi komið saman u.þ.b. 90 e. Kr-12
Handritin frá hellunum við Qumran vitna ótvírætt um það, að margar
gerðir texta hafa verið í notkun samtímis. Þannig er t.d. hið svonefnda
stóra Jesajahandrit að mörgu leyti skildara grísku „sjötíumanna
þýðingunni” (LXX) en textanum, sem síðar var viðurkenndur. Þar á móti
er hitt handritið af Jesaja mun nær hinum viðurkennda texta en
sjötíumanna þýðingunni. Eins hafa fundizt slitrur úr handritum af
Fimmbókaritinu, sem standa samverska Fimmbókaritinu nær en hinum
viðurkennda texta þess.13
Samanburður á gerð hinna ýmsu texta, sem fundust í Qumran, bendir
til þess, að þegar á fyrstu öldinni f. Kr. hafí verið leitazt við að fá aðeins
11 Sbr. arameísku, GNZ: fela, geyma.
13 Sbr. kafla 4 hér á eftir um samverska Fimmbókaritið.
136