Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 139
Úr hebresku á íslenzku
eina textagerð viðurkennda. Þeir, sem unnu að varðveizlu textans og að
lokum fengu eina textagerð viðurkennda, voru nefndir sopirim, ritarar,
og voru margir þeirra af flokki Farísea. Voru þeir viðurkenndir
fræðimenn á sviði lögmálsins.14 Þekktastur þeirra, sem helzt áttu hlut að
þessu máli, er rabbi Akiba (dáinn 135 e. Kr.). Eftir að hinn samræmdi
texti hafði verið viðurkenndur sem hin eina rétta textagerð, var hann einn
varðveittur í afskriftum. Var gengið hart fram í því að eyðileggja texta,
sem í einhverju viku frá hinum viðurkennda texta og er það skýring þess,
að nánast engin frávik frá hinum viðurkennda texta koma fyrir í þeim
handritum, sem hafa varðveitzt.
III
Þegar handritin, sem fundust í hellunum við Qumran, voru rituð, var
hebreska þegar útdautt tungumál. Framburðurinn hefur verið varðveittur
í munnlegri hefð, þar sem ritin voru notuð við guðsþjónustu. En þar sem
hægt er að skilja sum orð á fleiri en einn veg, ef hreint samstöfuletur er
notað, var snemma reynt að vísa til þeirra sérhljóða, sem lesa átti, með
því að nota ákveðin samhljóðatákn. Koma slíkar matres lectionis víða
fyrir í beztu handritum Gamla testamentisins eins og Codex
Leningradensis, sem hefur verið notað sem höfuðtexti nýjustu útgáfu
textans.
Engin handrit eru varðveitt frá 1. öld e. Kr. og fram til 5. og 6. aldar.
En textaslitrumar sem fundust í „geniza“ hinnar fomu sýnagógu í Kaíró,
eins og áður var getið, sýna, að þar hefur verið tekið að nota ýmis tákn
fyrir sérhljóða. Er ljóst, að lengi hefur verið unnið að því, að bæta
sérhljóðatáknum við samhljóðatextann. Hefur þetta starf einkum verið
unnið við hinar mikilvægu gyðinglegu „akademíur“, sem urðu
höfuðstöðvar þeirra, sem varðveittu hinar fomu hefðir eftir að musterið í
Jerúsalem hafði verið eyðilagt 70 e. Kr. Þeir, sem unnu að varðveizlu
textans og framburðarhefðanna vom nefndir masoretar.15
Smám saman urðu til tvær höfuðaðferðir við að bæta sérhljóðum inn í
hinn viðurkennda samhljóðatexta, hin babýlóníska, sem hefur verið
stunduð við akademíumar í Nefardea, Púmbedíta og Súra, og hin
palestínska eða tíberíska, sem er kennd við akademíuna í Tíberías.16
Þau handrit sem varðveitt em frá 10. öld og síðar, em öll með
sérhljóðum. Er almennt talið, að sérhljóðakerfin hafi verið fullmótuð um
það leyti. Mikilvægustu handrit alls Gamla testamentisins, Aleppo-
handritið og Codex Leningradensis, em bæði með tíberískum sérhljóðum,
enda em mun fleiri handrit varðveitt með tíberískum sérhljóðum en
14 Sbr. Esr 7,11; einnig 38,24 nn.
15 „Masora”, masört: varðveizla, hefð. No myndað af stofninum MSR, „varðveita”, úr
targum Arameísku.
16 Nákvæm greinargerð fyrir hvoru sérhljóðakerfi fyrir sig í H. Bauer, P. Leander:
Historische Grammatik der Hebraischen Sprache, Halle a. d. Saale 1922 (ljósprentun
Hildesheim 1962) s. 91-162.
137