Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 140
Sigurður Öm Steingrímsson
babýlónískum. Varð hið tíberíska sérhljóðakerfi smám saman alls
ráðandi.
Tíberíska sérhljóðakerfið er eiginlega blanda tveggja hefða, annars
vegar þeirrar, sem varðveitt var af riturum af fjölskyldunni ben Ascher,
hinsvegar þeirrar, sem ritarar af fjölskyldunni ben Naftali héldu fram.
Codex Leningradensis frá árinu 1008 varðveitir hreina ben Ascher hefð,
en t.d. Codex Reuchlinianus frá árinu 1105, sem varðveitir spámannatexta
og Cod. Add. 1161 í British Museum frá u.þ.b. 1150, varðveita mikið af
ben Naftali hefðum.17
Það ágrip af sögu masoretíska textans, sem hér hefur verið sett fram,
sýnir, að þessi texti er í raun og veru samsettur af tveimur textum, sem
hvor um sig hefur mótazt við sínar sérstöku aðstæður. U.þ.b. 800 ár liðu
frá því að samræmdi samhljóðatextinn var fullmótaður og þar til
sérhljóðunum var bætt við samhljóðatextann. Þar af leiðandi er ekki hægt
að gera ráð fyrir, að þær framburðarhefðir, sem speglast í sérhljóða-
kerfinu, séu að öllu leyti í samræmi við samhljóðatextann. Víða gætir
misræmis og á ýmsum stöðum er alls ekki hægt að aðlaga sérhljóðana
samhljóðatextanum. Er augljóst að þar sem slíkur vandi er fyrir hendi,
verður að telja samhljóðatextann mikilvægari en sérhljóðana. Er oft hægt
að endurreisa merkingu textans, með því að breyta sérhljóðunum í
samræmi við samhengið, en láta samhljóðatextann standa óhreyfðan. Enda
er það grundvallarregla allra, sem vinna að skýringum eða þýðingum á
Gamla testamentinu, að grípa ekki inn í hinn varðveitta samhljóðatexta,
nema gömul og góð handrit styðji frávik frá textanum í höfuð-
handritunum, Aleppohandritinu og Codex Leningradensis.
IV
Fyrir utan þá handritahefð, sem tengd er sögu masoretíska textans, hafa
varðveitzt handrit af hinu sérstaka samverska Fimmbókariti, sem á stöku
stað varðveita texta, sem geta skipt máli, þegar skýra þarf erfiða eða
ómögulega leshætti í masoretíska textanum. Eins geta elztu þýðingar
Gamla testamentisins veitt dýrmæta hjálp við að leysa úr ýmsum
vandamálum í masoretíska textanum.
Elzta saga trúarsamfélags Samverja er afar illa þekkt. í rauninni er
frásögnin um að Jóhannes Hyrkanus hafi eyðilagt musteri Samverja á
fjallinu Garirzim árið 128 e. Kr., fyrsta ótvíræða tilvísunin til sérstaks
samversks safnaðar.18
I7 Sbr. O. Eissfeldt, op.cit. s. 935-937.
Josephus: Antiq. 11, 297-347 segir, að Alexander mikli hafi leyft byggingu
musterisins.
R. T. Anderson: The Samaritan Pentateuch. í A.W.Crown (útg.): The Samaritans,
Tiibingen 1989, bls. 390, telur, að samverska Fimmbókaritið verði rakið til tíma
Hasmonea.
Um elztu sögu samverja sbr. M. Mor.: Samaritan History 1. The Persian, Hellenistic
and Hasmonean Period. í A.W.Crown, op. cit. s. 1-18.
138