Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 141
Úr hebresku á íslenzku
Samverjar viðurkenndu Fimmbókaritið eitt sem helgirit og varðveittu
sérstaka gerð þess. Hvað innihald þess varðar, víkur það frá hinni
gyðinglegu, viðurkenndu textagerð, á þeim stöðum, sem sérlega tengjast
sérsjónarmiðum og helgihaldi Samverja.19 Annars víkur þetta samverska
Fimmbókarit lítið frá masoretíska textanum,20 nema hvað réttritunin er
sums staðar nokkuð önnur, t.d. eru matres lectionis mun meira notaðar
þar en í masoretíska textanum.
Þegar á tíma persneskra yfirráða yfir landinu ísrael, var tekið að nota
arameísku sem talmál.21 Arameíska varð síðan hið almenna talmál í
landinu og hebreskan líklegast horfin sem slík um 200 f. Kr. Það var því
óhjákvæmilegt að þýða hina heilögu texta, sem notaðir voru við
guðsþjónustuna í sýnagógunum, á arameísku. Var það gert þannig, að
túlkar22 þýddu jafnóðum það, sem lesið var á hebresku. Þessar þýðingar
fylgdu hebreska textanum ekki nákvæmlega, heldur var skotið inn í þær
skýringum, þar sem textamir voru gamlir og þar oft fjallað um fomlegar
og annarlegar aðstæður.
Þýðingar af þessu tagi em nefndar targúm. Hafa þær snemma verið
skráðar og hefur t.d. slíkur targúm yfir bókina Iob fundizt meðal
handritanna frá Qumran. Eins mun það handrit frá Qumran, sem nefnt
hefur verið Genesis Apokryphon vera einskonar targúm yfir Genesis.
Þar sem slíkir targúmar em ekki nákvæmar þýðingar, heldur mjög oft
umritanir og endursagnir efnis hinna helgu rita, em þeir ekki mikilvæg
vitni um elztu gerð hins hebreska texta. Targúmar em varðveittir yfir
allar bækur Gamla testamentisins nema Daníel og Esra-Nehémja.
Mikilvægastir þeirra fyrir rannsókn á texta Gamla testamentisins eru
Targum Onkelos yfir Fimmbókaritið og Targum Jonathan yfir
spámannaritin. Þessir targúmar vom opinberlega viðurkenndir og var
framsetning þeirra fyrst fastmótuð í Babýlon, líklegast á 5. öld e. Kr.23
Á fyrstu öld e. Kr. gekk konungsættin ásamt helztu leiðtogum í
borginni Adiabene, austan við Tígris, til gyðinglegrar trúar. Þar með
varð til þörf fyrir þýðingu Gamla testamentisins á fomsýrienzku.24
^ Listar forfeðra fsraels Gen 5 og 11, 10-32; í Dtn 27,4 er fjallið nefnt Ebal í MT en
Garizim í samverska Fimmbókaritinu. Ex. 20, 17 er bætt við boði um að reisa
helgidóm á Garizim.
20 Samverska Fimmbókaritið vikur u.þ.b. 6000 sinnum frá MT. Eftirtektarvert er, að
um 2000 þessara frávika eru í samræmi við grísku sjötíumanna þýðinguna.
21 2 * Sbr. t.d. frásögnina af upplestri Esra, Neh 8,1-8.
22 M. turgeman af arameísku sögninni TRGM: Þýða. Þýðing: targum.
23 Sbr. E. Wiirthwein, op. cit. s. 81.
Um eiginleika þessara targúma sjá P. Kahle: The Cairo Geniza, London 1947, s.
118-132.
A. Sperber hefur nýlega gefið út vísindalega textaútgáfu af targúmunum: The Bible in
Arameic 1-4, Leiden 1959-1973.
24 Sbr. E. Wúrthwein, op. cit. s. 83-85. Annars er ekkert vitað með vissu um upphaf
þessarar þýðingar.