Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 142
Sigurður Öm Steingrímsson
Fomsýrlenzka þýðingin25 hefur verið nefnd Peschitta (jakobítískur
framburður: Peschitto) þ.e. „hin einfalda“. Athuganir á texta hennar
benda til þess, að hún hafi upphaflega verið gerð af Gyðingum e.t.v. um
miðja 2. öld e. Kr. en síðar hafi sýrlenzku kristnu kirkjumar viðurkennt
þessa þýðingu. Þá hefur hin gamla þýðing verið endurskoðuð og ýmsu
verið breytt.26 Þessi endurskoðun mun hafa verið gerð á 5. öld e. Kr.
Þessi þýðing er mjög ójöfn. Sums staðar er hún vönduð þýðing á
austræna fomsýrlensku, en annars staðar er hún undir áhrifum hinnar
grísku „sjötíumanna” þýðingar. Koma LXX áhrifin skýrast fram í
sálmunum. Króníku bækumar og apokrýfu ritin virðast hins vegar þýdd
eftir targúmum. Mikilvægasta handritið af Peschitto er Codex
Ambrosianus, en enn þá hefur ekki verið gefin út vísindaleg textaútgáfa.27
Hin svonefnda „sjötíumanna þýðing“, Septuaginta,28 er tvímælalaust
lang mikilvægasta þýðing Gamla testamentisins. Þessi þýðing var ekki
aðeins mikilvæg fyrir Gyðinga í dreifingunni, heldur einnig fyrir hina
kristnu kirkju og raunur fyrir allan hinn helleníska menningarheim.
Þessi þýðing er afar ójöfn og er Ijóst, að hún hefur orðið til á löngum
tíma og við ólíkar aðstæður. Sést þetta af því, að þýðendumir hafa haft
mjög misjafnlega gott vald á hebresku og eins hafa þeir unnið verk sitt
með mjög ólíkum hætti. Þýðingin er gerð á grískt talmál hins helleníska
tíma, Koine, en framsetning þess er mjög ólík í hinum ýmsu ritum. Allt
þetta sýnir, að nær er að telja „sjötíumanna þýðinguna" safn þýðinga en
samfellda þýðingu.
Allt bendir til, að þýðingarverkið hafi verið hafið í Alexandríu á fyrri
hluta 3. aldar f. Kr. og því lokið við upphaf 1. aldar f. Kr.
Eins og nærri má geta, var Fimmbókaritið þýtt fyrst og önnur rit
síðar. Textamir, sem þýddir vom, hafa í mjög mörgum tilvikum verið
aðrir en þeir, sem síðar vom viðurkenndir á fundinum í Jamnía. Sjást slík
frávik frá masoretíska textanum e.t.v. skýrast í Jeremía, en gríska
þýðingin er nærri þriðjungi styttri en masoretíski textinn og efninu raðað
með allt öðmm hætti. „Sjötíumanna þýðingin” er þannig afar mikilvægt
vitni um sögu hebreska textans, og hefur það mikilvægi aukizt eftir að í
Ijós kom, að ýmis handrit frá Qumran em skildari LXX en MT.
Gyðingar vom ekki allskostar ánægðir með „sjötíumanna þýðinguna“
og töldu hana ekki nógu nákvæma. Þess vegna vom nýjar þýðingar
gerðar.
25 Þýðingin er á austur Arameísku.
26 Sbr. P. Kahle, op. cit. s. 180-181.
^7 Unnið er að slíkri útgáfu við Peschitta stofnunina í Leiden og eru tvö bindi komin út,
1972 og 1973.
28 í svonefndu Aristeas bréfi, sem gefur til kynna að það sé ritað á tíma Ptolemaios II
Philadelphos (285-246 f. Kr.), er sagt frá því, að konungurinn sjálfur hafi óskað
þess, að tóra Gyðinganna yrði þýdd á grísku. Hafi síðan verið valdir 6 menn úr
hveijum ættbálki Gyðinga, sem sé 72, til þess að vinna verkið.
Allir fræðimenn eru nú á einu máli um það, að þetta bréf sé falsað og í raun og veru
skrifað uml40 f. Kr.
140