Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 144
Sigurður Öm Steingrímsson
Það, sem bent hefur verið á hér fyrir framan um sögu hins hebreska texta
Gamla testamentisins og elztu þýðingar þess, sýnir, að elztu textar þess,
sem varðveittir eru, eru langt frá frumgerð textanna, bæði hvað snertir
ritunartíma og textagerð. Þar fyrir utan eru textamir varðveittir í
afskriftum, sem oft eru ónákvæmar32 og því hefur ýmislegt afbakazt og
færzt úr lagi. Einnig hefur ýmsu í þessum textum verið breytt af
trúarástæðum.33
Ljóst er, að þegar þýða á Gamla testamentið, verður að taka afstöðu til
þess hvaða texta á að þýða. Þar sem masóretíski textinn er eini fomi
textinn af Gamla testamentinu öllu, sem varðveittur er, er raunar
augljóst, að hann hlýtur jafnan að teljast höfuðtexti. En þar sem þessi
textagerð er sameinuð úr samhljóðatexta og mun yngri sérhljóðum, sem í
raun er sameining ýmissa framburðarhefða, er Ijóst, að mörg vandamál
verður að leysa ef þessi texti á allur að verða skiljanlegur. Er jafnan
sjálfsagt að reyna að leysa slík vandamál út frá samhljóðatextanum, en sé
það ófært, verður að leita til annarra gerða textans og síðan til hinna
gömlu þýðinga. Ef allt annað bregzt, verður að reyna að gera breytingar
á samhljóðatextanum, en það er neyðarúrræði. í ýmsum tilvikum er hægt
að skýra torkennilegar orðmyndir í masoretíska textanum með
samanburði við skyld mál.
Af því, sem hér hefur verið sagt, má sjá, að starf að þýðingu Gamla
testamentisins er tvíþætt. Annars vegar þarf að vinna að því, að finna hina
elztu og upprunalegustu gerð textans, hins vegar þarf að flytja þennan
texta yfir á annað tungumál.
Zusammenfassung
Der Artikel „Aus dem Hebráischen in das Islándische” wird durch einen
kurzen Bericht iiber die Indizien, die gegen eine „Wort fiir Wort”
Ubersetzung sprechen, eingefiihrt.
Die Bedeutungstráger weisen iiber sich selbst auf die objektive bzw. die
subjektive Welt des Benutzers der Sprache hinaus und werden mit ihr
durch Konventionen verbunden. Das Bereich der Bedeutung wird jeweils
durch die Weltanschauung und die Kultur und Lebensweise der
Sprachgemeinschaft bedingt.
Von den Verschiedenheiten beziiglich der zeitlichen und kulturellen
Verháltnisse abgesehen, liegen die besonderen Probleme einer
Ubersetzung der alttestamentlichen Texte in eine modeme Sprache, auf
der einen Seite in der Uberlieferung der Texte, auf der anderen aber in
den Schwierigkeiten, die damit verbunden sind, Urteile iiber die
urspriinglichsten Lesarten zu fállen (Textkritik).
Da die Texte des A.T vom Anfang an allein in Konsonanten Schrift
bewahrt wurden, und die Vokale erst ungefáhr 800 Jahre nach der
32 Varla er hægt að reikna með nákvæmum afskriftum fyrr en eftir að ein textagerð var
talin hin eina rétta.
33 Sbr. t.d. það, sem sagt er hér fyrir framan um samverska Fimmbókaritið.
142