Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 147
Stefán Karlsson
Drottinleg bæn á móðurmáli
1. Inngangur
Manni hverjum er hyggjandi hefir til, karlmanni og konu, er skylt að kunna Pater
noster og Credo in deum.1
Þessi orð eru úr fyrirmælum um skímina í kristinrétti hinum forna,
sem í varðveittri mynd hefur fyrst verið skráður einhvem tíma á
árabilinu 1122-33, og hliðstæð ákvæði em í kristinrétti Áma biskups
Þorlákssonar frá 1275:
Hverjum manni 7 vetra gömlum eða eldra er skylt að kunna bam að skíra, svo og að
kunna Credo og Pater noster og Ave Maria.2
í kristinrétti Áma biskups og í norskum kristinréttum frá svipuðum
tíma em einnig ákvæði um að hver sem veiti bami guðsifjar sé skyldur
til að kenna því Credo og Pater noster, og í skipunum norskra biskupa
og íslenskra frá ofanverðri 13. öld og frá 14. öld eru fyrirmæli til
presta um að gæta þess að sóknarmenn þeirra kunni þessa texta og kenna
þeim sjálfir, ef þörf gerist.3 í skipan Áma biskups Þorlákssonar eru
fyrirmælin á þessa leið:
1 Grágás. Islœndernes Lovbog i Fristatens Tid, udgivet efter det kongelige
Bibliotheks Haandskrift, útg. Vilhjálmur Finsen (Kh. 1852), I, 7 ('deum'
rangprentað 'dominum'). Með sama orðalagi eða öðru mjög líku er þetta ákvæði
prentað eftir öðrum handritum í Grágás efter det Arnamagnceanske Haandskrift Nr.
334 fol., Staðarhólsbók, útg. Vilhjálmur Finsen (Kh. 1879), 6, og Grágás.
Stykker, som findes i det Arnamagnœanske Haandskrift Nr. 351 fol. Skálholtsbók
og en Rœkke andre Haandskrifter, útg. Vilhjálmur Finsen (Kh. 1883), 6, 59, 101,
151, 197, 235, 277, 300 og 506. — Hér og síðar eru textar að jafnaði prentaðir
með íslenskri nútímastafsetningu, einnig fomnorskir textar, nema þeir séu teknir
beint eftir handritum.
2 Norges gamle Love indtil 1387 V, útg. Gustav Storm og Ebbe Hertzberg
(Kristjaníu 1895), 21. — Ákvæðinu um Ave Maria umfram Credo og Pater noster
hefur verið aukið inn í eina gerð kristinréttar hins foma, sbr. Ole Widding, 'Ave
Maria eller Maríuvers i norrpn litteratur', Maal og Minne 1958, 2.
3 Einar Molland, 'Pater noster. Norge', Kulturhistorisk leksikon for nordisk
middelalder XIII (Rv. 1968), 130-31.
145