Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 148
Stefán Karlsson
Hver prestur skal á það minna sína undirmenn og sóknarmenn að þeir kunni rétt
Pater noster og Credo in deum, Ave Maria og bam að skíra í nauðsyn og prófi þá á
þeim hlutum ef þarf.4
í öllum þessum textum eru bænimar nefndar með latneskum
upphafsorðum sínum, og vafalítið hafa þær verið kenndar á latínu allt
fram til siðbreytingar. I einni gerð Borgarþingskristinréttar, sem
varðveitt er á hálfdönsku máli í handriti frá 16. öld, er þó ákvæði um
að böm skuli læra þessar bænir „paa norske“.5 Þessu taldi Oluf Kolsmd
að mundi hafa verið aukið við textann á 15. öld,6 en Seip og Einar
Molland hugðu aftur á móti að þama væri það beinlínis tekið fram, sem
gengið hefði verið út frá áður sem sjálfsögðu, þ.e.a.s. að bömum hafi
verið kenndar þessar bænir á móðurmálinu.7
Hér á landi hafa einnig verið ólíkar hugmyndir um hvort íslenskum
bömum hafi á kaþólskum tíma verið kennt Pater noster einvörðungu á
latínu eða einnig á móðurmáli.8 Vera má að í þessu efni hafi
viðhorfsbreyting orðið á síðmiðöldum, enda fer þá að skjóta upp
samfelldum textum drottinlegrar bænar á norrænum málum, og vitað er
að á kirkjuþingi í Svíþjóð var ákveðið að Pater noster skyldi þýtt á
móðurmál og þýðingin lesin af sóknarprestum yfir söfnuðinum í kirkju
á hverjum helgidegi.9 í þessu sambandi má benda á ummæli í sænsku
miðaldariti, 'Siælinna thrpst', sem er varðveitt í handriti frá því um
1440 en er að mestu leyti þýtt eftir þýsku riti frá miðbiki 14. aldar,
'Seelentrost'. Þar segir að Pater noster á latínu geri sama gagn í munni
leikmanns og prests, en á hinn bóginn geti guðrækni prestsins, sem
skilur bænina, orðið meiri en leikmannsins, sem veit ekki hvað hann er
að fara með.10Því er ráðið til þess að sá sem biðst fyrir fari með bæn
sem hann skilur, svo að hann verði sem guðræknastur í sinni, og vakin
er athygli á því að drottinn hafi ekki kennt lærisveinum sínum Pater
noster á latínu heldur á því máli sem fólk í landinu talaði og skildi. Að
lokum ræður höfundur til þess að áheyrandinn lesi Pater noster á því
4 Diplomatarium Islandicum. íslenzkt fornbréfasafn II (Kh. 1893), 25. — Skipanin
er varðveitt í mörgum handritum, og orðamunur, sem ekki skiptir máli hér, er
tilfærður neðanmáls í útgáfunni.
5 Norges gamle Love indtil 1387IV, útg. Gustav Storm (Kristjaníu 1885), 162.
6 Oluf Kolsrud, Noregs kyrkjesoga. I. Millomalderen (Ósló 1958), 359.
7 Didrik Arup Seip, 'Et hpyere talemál i middelalderen', Nye studier i norsk
sprdkhistorie (Ósló 1954), 194. — Einar Molland, 'Pater noster. Norge',
Kulturhistorisk leksikonfor nordisk middelalder XIII (Rv. 1968), 131.
8 Halldór Laxness, 'Fomeskjutaut', Þjóðhátíðarrolla (Rv. 1974), 61-62. — Bolli
Gústafsson, 'Faðirvor í fomeskjutauti', Morgunblaðið 24.1.1975, 17. — Halldór
Laxness, 'Faðirvor á miðöldum', Seiseijú, mikil ósköp (Rv. 1977), 59-68.
9 O. Kolsrud, Noregs kyrkjesoga. I Millomalderen (Ósló 1958), 359.
10 'Swa ær oc Pater noster oppa latino j eenz lekmanz mun swa godh som j prestins
mun. En prestin, som hona forstaar, magh mera gudhlikhet faa aff henne æn
lekmannin, som hona ey forstaar oc wet ey, hwat han sighir' (Sjalens Tröst. Tio
Guds Bud förklarade genom legender, beráttelser och exempel, útg. G.E.
Klemming (Stokkh. 1871-73), 319; Fornsvenska texter, útg. Elias Wessén
(Nordisk filologi A 10, Lundi 1955), 41). — Sjá Hans H. Ronge, 'Siælinna
thrpst', Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder XV (Rv. 1970), 307-10.
146