Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 149
Drottinleg bæn á móðurmáli
máli sem hann skilur best, en lætur átölulaust þó að hann geri það á
latínu, því að hvorttveggja sé gott.
Við kaþólskar guðsþjónustur var að sjálfsögðu farið með
latínutextann, en siðbreytingunni fylgdi að bænin var lesin 'í
móðurmáli' í sjálfri messunni.* 11
Hvað sem bamalærdómi á kaþólskum tíma hefur liðið, þá hefur
drottinleg bæn verið þýdd á móðurmál og skýrð í Noregi og á íslandi
a.m.k. frá því á 12. öld, því að elstu handrit sem hafa bænina að geyma
em skrifuð um 1200 eftir eldri forritum. í þessari grein er ætlunin að
birta á einum stað alla kunna norska og íslenska texta frá kaþólskum
tíma12 ásamt nokkmm elstu textum siðbreytingartímans á íslandi og
biblíutextum frá síðari öldum. Elstu miðaldatextamir hafa allir verið
gefnir út áður í samhengi sínu og auk þess prentaðir vers eftir vers í
biblíuverki Ian Kirby.13 í 2. kafla þessarar ritgerðar verður fyrst gerð
stutt grein fyrir þeim textum sem Kirby hefur birt úr öll eða einhver
biblíuversanna Matth. 6.9-13 og síðan öðmm heimildum sem hér verða
notaðar. Þar verða birtir í heild og stafrétt fjórir textar sem hafa verið
lítt kunnir áður.14 Einn þeirra er - mjög afbakaður - í svissneskri bók
frá 1555, og það var forvitni um þann texta sem hratt þessari litlu
rannsókn minni af stað. í 3. kafla verða textar birtir með
nútímastafsemingu bæn eftir bæn, og loks verður í 4. og 5. kafla fjallað
um mismun og festu textanna.
2. Heimildir
Þær heimildir sem Kirby notaði og hafa að geyma ávarpið og allar
bænimar sjö em þessar:13
ísHómA:
Útskýring drottinlegrar bænar með fyrirsögninni 'Oratio domini' í
íslensku hómilíubókinni, Perg. 4to nr. 15 í Konungsbókhlöðu í Stokk-
11 Kirkjuordínansía Kristjáns 3. 1537, íslenzkt fornbréfasafn X, 130, 181-82 og
265.
12 Textar úr norskum handritum eru teknir með hér vegna þess að allt fram á 14. öld
hafa ísland og Noregur verið einn bókamarkaður, eícki síst að því er varðar
kirkjulegar bókmenntir. Þess vegna er í fjölmörgum tilvikum ógemingur að
fullyrða að kirkjulegur miðaldatexti, þýddur eða frumsaminn, eigi upphaf sitt í
sama landi og handritið sem hann er varðveittur í.
13 Ian J. Kirby, Biblical Quotation in Old Icelandic-Norwegian Religious Literature I-
II (Rv. 1976-80). — Textamir em birtir í I, 150-52, og athugasemdir við þá í II,
154.
14 Ég þakka Svavari Sigmundssyni fyrir að hafa látið mér í té uppskriftir sínar á
tveimur þessara texta (í Papp. fol. nr. 64 og AM 687 c 4to) og uppskrift Jóns
Helgasonar á þeim þriðja (AM 696 XXVII 4to). Bjami Einarsson hefur áður birt
texta 64 (Munnmcelasögur 17. aldar (íslenzk rit síðari alda 6, Kh. 1955), lxxii-
lxxiii, og Magnús Már Lámsson hefur vakið athygli á textanum í AM 687 c 4to
('Pater noster. Island', Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder XIII (Rv.
1968), 132). — Séra Amgrími Jónssyni þakka ég góðar leiðbeiningar varðandi
elstu texta siðbreytingarmanna og fleira.
15 Skammstafanir hér em ekki öldungis þær sömu og hjá Kirby.
147