Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 150
Stefán Karlsson
hólmi, bl. 13r-15r; bókin er skrifuð nálægt aldamótunum 1200.16
Ávarpið og hver bæn er tekið upp á latínu, en norræn þýðing fylgir
ekki á 1., 2. og 3. bæn, og þýðing sumra hinna er í frjálslegra lagi og
stundum slitin sundur af skýringum.
ísHómB:
Önnur útskýring drottinlegrar bænar í íslensku hómilíubókinni, bl. 15r-
16r, einnig með fyrirsögninni 'Oratio domini'.17 Ávarpið og hver bæn
er tekið upp á latínu og norrænu og undir lokin er sagt að fyrstu
bænimar þrjár komi til annars heims en hinar fjórar til þessa heims
þurfta. í niðurlaginu eru allar bænimar sjö endurteknar, fjórar þær
fyrstu óbreyttar.
ísHómC:
Enn ein útskýring drottinlegrar bænar í íslensku hómilíubókinni án
fyrirsagnar, bl. 91r-94r.18 Ávarpið og hver bæn er tekið upp á latínu og
norrænu, og sama skipting á bænunum sjö og í ísHómB kemur þar fram
í skýringunum. Eftir skýringar allra bænanna em þær tengdar við sjö
giftir heilags anda, anda spektar, skilningar, ráðs, styrkleiks, fróðleiks,
mildi og hræðslu drottins. í niðurlagi textans er ný bæn sem er reist á
faðirvori, en texti þess sjaldnast tekinn upp orðréttur.
NHómA:
Utskýring drottinlegrar bænar í norsku hómilíubókinni, AM 619 4to,
sem er skrifuð um eða skömmu eftir 1200.19 Textinn er á s. 155-60 í
handritinu og án fyrirsagnar. Á eftir inngangi um ávarpið fara sjö
kaflar, hver um sína bæn. í upphafi hvers kafla er latneskur texti og
norræn þýðing hans. Þó er ekki bein þýðing 6. bænar, en hún hefur
trúlega fallið niður í uppskrift.
Leif:
Skýring drottinlegrar bænar í AM 624 4to, bl. 56v-59r, og AM 626, bl.
lr-2v.20 Texti 624 er lagður til grundvallar í útgáfunni,21 en það
handrit er frá því um 1500 með margvíslegu efni, skrifað að töluverðu
16 Homiliu-Bók. Islándska homilier efter en handskrift frdn tolfte drhundradet, útg.
Theodor Wisén (Lundi 1872), 28-32. — Sjá Kirby, Biblical Quotation II (1980),
53-54.
17 Homiliu-Bók, útg. Wisén (1872), 33-35. — Sjá Hans Bekker-Nielsen, 'Cæsarius
af Arles som kilde til norr0ne homilier', Opuscula II, 1 (Biblotheca Amamagnæana
XXV,1, Kh. 1961), 12 og 14; Kirby, Biblical Quotation II (1980), 54.
18 Homiliu-Bók, útg. Wisén (1872), 195-200. — Sjá Kirby, Biblical Quotation II
(1980), 61.
19 Gamal norsk homiliebok. Cod AM 619 4 °, útg. Gustav Indrebo (Ósló 1931), 153-
59. — Sjá Gammelnosk homiliebok, þýð. Astrid Salvesen, skýr. Erik Gunnes
(Þrándheimi 1971), 183; Kirby, Biblical Quotation II (1980), 67-68.
20 Leifar fornra kristinna frœða íslenzkra, útg. Þorvaldur Bjarnarson (Kh. 1878),
159-61. — Sjá Kirby, Biblical Quotation II (1980), 72-73.
21 Texti 626 víkur mun víðar frá texta 624 en getið er í útgáfunni.
148