Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 152
Stefán Karlsson
tekin upp fyrstu orðin í 3. bæn án þess að skýrt sé að um tilvitnun til
drottinlegrar bænar sé að ræða.
Alk:
Norræn þýðing á riti Alkuins um dygðir og lesti. í þeim hluta ritsins
sem fjallar um átta höfuðlesti er sinn kaflinn um hvem þeirra, og í lok
kaflans um reiði er 5. bæn tekin upp á latínu og norrænu.28 Þennan
hluta þýðingarinnar hefur Ole Widding gefið út eftir þremur
miðaldahandritum. Elst þeirra er norska hómilíubókin, AM 619 4to, s.
25-26, en hin em íslensk, AM 685 d 4to, bl. 22r, frá seinni hluta 15.
aldar29 og AM 688 a 4to, bl. lr-v, frá svipuðum tíma. Orðamunur
handritanna er nokkur, og því er texti hvers þeirra um sig tekinn upp
hér á eftir í 3. kafla. í öllum handritunum er vísað til ’drottinlegrar
bænar', enda er í latínutexta Alkuins nefnd 'oratio dominica'.
Msk:
Messuskýringar í AM 672 4to, bl. 57r-60r,30 frá ofanverðri 15. öld.31
Sumt í orðfæri þessa texta bendir til þess að hann sé miklu eldri, frá 12.
eða 13. öld. í honum er 7. bæn tekin upp á latínu og íslensku.
Næst verður gerð grein fyrir þremur handritum sem ekki vóm notuð af
Kirby en hafa öll að geyma miðaldatexta drottinlegrar bænar.
64:
Drottinleg bæn í uppskrift Jóns Eggertssonar í Papp. fol. nr. 64 í
Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, bl. 264v. 64 er stórt handrit með
sundurleitu efni skrifað af Jóni Eggertssyni og aðstoðarmönnum hans
fyrir Svía í Kaupmannahöfn — a.m.k. að hluta veturinn 1686-87.32
Fyrirsögn bænarinnar í 64 er „Oratio Dominica Ex Eadem Membr:“, en
við næsta texta á undan, sem ber fyrirsögnina „Konganna ættartala“,
stendur á spássíu „af gamallri skript og gamallri Membr:“ (bl. 264r).
— Postola sögur, útg. C.R. Unger (Kristjaníu 1874), 712 og áfr. (prentað eftir
yngra handriti sem hér er samhljóða). — Sjá Kirby, Biblical Quotation II (1980),
32.
28 Alkuin De virtutibus et vitiis i norsk-islandsk overlevering, útg. Ole Widding
(Editiones Arnamagnæanæ A 4, Kh. 1960), 120-23; Gamal norsk homiliebok,
útg. Indrebp (1931), 27. — Sjá Gammelnorsk homiliebok, þýð. Salvesen, skýr.
Gunnes (1971), 159; Kirby, Biblical Quotation II (1980), 68-69.
29 Elucidarius in Old Norse Translation, útg. Evelyn Scherabon Firchow og Kaaren
Grimsted (Rv. 1989), Ixiii-lxvii.
30 Messuskýringar. Liturgisk symbolik frá den norsk-islandske kyrkja i
millomalderen, útg. Oluf Kolsrud (Ósló 1952), 57-63. — Sjá Kirby, Biblical
Quotation II (1980), 85-86.
31 Jonna Louis-Jensen, '„Seg Hallfríði góða nótt”', Opuscula II. 2 (Bibliotheca
Arnamagnæana XXV.2, Kh. 1977), 149-53.
32 Bjami Einarsson hefur lýst þessu handrid rækilega, Munnmcelasögur 17. aldar
(1955), lxii-lxxvi.
150