Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 153
Drottinleg bæn á móðurmáli
Önnur uppskrift Jóns Eggertssonar á þeim texta er í Papp. fol. nr. 76
ásamt kroniku um danska konunga, bl. lr-5r, og sömu textamir tveir
eru til í uppskrift Áma Magnússonar í Don. var. 1 fol., Bartholiana D, í
Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Þar segir Ámi að textamir hafi
fylgt Sverris sögu í skinnbók í Háskólabókasafni í Kaupmannahöfn.33
Þetta handrit mun hafa brunnið, en stafsetning Árna á þessum
Danakonungatölum ber með sér að forrit hans hefur verið norskuskotið,
þó skrifað hafi verið af íslenskum manni. Drottinleg bæn í 64 hljóðar
svo:
Faðer uaar, huer en er i himnum, heilgizst namn þitt. til kome [< komi] riki þitt.
ueirði [< uerði] uili þin. so a Jorðu sem i himr.um. Brauð wartt huerdaglegt gef oss i
dag. Ok firirlat oss misgerðir warar, so sem uier firirlatum þeim er misgort hafva [<
hafa] med oss. ok eigi leið os i freistni. helder frels þu os af ollu Jllu. amen.
Enda þótt Jón Eggertsson fylgi sjaldnast stafsetningu forrita sinna til
nokkurrar hlítar, má ætla að hann hafi gert það að miklu leyti í þessu
tilviki, því að stafsetning textans víkur mjög frá samtímastafsetningu
hans, og breytingar hans sjálfs á nokkrum algengum ritmyndum (sjá
homklofaorðin hér að ofan) sýna að hann hefur leitast við að fylgja
stafsetningu forritsins, jafnvel í smávægilegum efnum. Vafalítið hefur
bænin verið skrifuð af Norðmanni í forriti Jóns, trúlega einhvem tírna
um eða eftir 1300. Til þess benda einkanlega ritmyndimar heilgizst,
ueirði, namn og helder (með stoðhljóðinu e), og vera má að hjá skrifara
forritsins hafi gætt áhrifa norskra reglna um samræmi sérhljóða
(vókalharmóníu) í vali milli i og e í endingum, en textinn er of stuttur
til þess að það verði fullyrt. Til norsks uppruna bendir einnig en (= er)
í ávarpinu og líklega med (= við) í 5. bæn. íslensk er hins vegar
fomafnsmyndin uier og gæti verið misritun Jóns fyrir uer eða e.t.v.
öllu heldur mer, sem var vestumorsk mynd þessa fomafns.
687:
Drottinleg bæn í handritsleifum frá því um eða eftir 1500, AM 687 c I
4to, bl. 4r. Bænin stendur í framhaldi af óheilli prédikun sem líklega
hefur verið ætluð til flutnings á einhverri Maríumessu, og á eftir
bæninni fer Ave Maria á íslensku. Textinn er þannig:
FadiV uor sa ert a himnum. Helgist nafn þitt Til kome riki þitt. Verdi þinn uilie suo
aa Jordu sem a himne Gef oss j dag uort dagl/gt braud. Og fyr/Vgef þu oss skulld/r
uorar suo sem34 uier fyrirgeíum skulldunautum uorum Og ei leid/'r þu oss j freistne
utan frels oss35 af ollu jllu Amen.
33 Gustav Storm, 'En oldnorsk Saga om Danekongerne', Forhandlinger i
Videnskabs-Selskabet i Christiania Aar J878 (Kristjaníu 1879), 1-15;
Danakonunga SQgur, útg. Bjami Guðnason (íslenzk fornrit XXXV, Rv. 1982),
clxxxviii-cxci; Olafur Halldórsson, 'Um Danakonunga sögur', Gripla 7 (1990),
90-100.
34 Bætt við á spássíu og vísað inn.
35 Bætt við á spássíu og vísað inn af vangá á eftír af.
151