Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 154
Stefán Karlsson
696:
Drottinleg bæn í handritsleifum með kaþólskum bænum frá fyrri hluta
16. aldar,36 AM 696 XXVII 4to, bl. lv:
Fader wor huer ert éá hi/nnum. helgizt nafn þitt. til komi rike þitt. þinn uile uer[de]
suo sem éá hi//me og aa Jördu. wort dagligt braud gef þu oss J dag. fyrer gef þu oss
uorar skullder. suo sew wier íyrer gefu//t w[o]ru/n skulldunautu/n. Og eigi leid þu
oss J freistni. helldttr frt'alsa þu oss af illu. þat sie.37
Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum textum sem hafa verið
prentaðir á 16. öld og eru notaðir við samanburðinn í 3.-5. kafla.
OG1540:
Drottinleg bæn í Mattheusarguðspjalli, kap. 6, (Mt) og Lúkasar-
guðspjalli, kap. 11, (Lk) í Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálks-
sonar 1540.38
G1555:
'Oratio Domini Iesu in lingua Islandica' í bók um mismun fomra mála
og nýrra um alla heimskringluna eftir svissneska fjölfræðinginn Konrad
Gesner frá 1555.39 Eftir að hafa sagt deili á um það bil 130 tungumálum
birtir Gesner í bók sinni drottinlega bæn á 22 málum, og bók hans er
fyrsta bókin sinnar tegundar, svo vitað sé, sem getur norrænna mála.40 í
kynningu Gesners á íslenska faðirvor-textanum kemur fram að hann
hyggi íslensku lítt eða ekki frábrugðna tungu gota í Skandínavíu.41
Textinn hjá Gesner er hræðilega afbakaður, og til þess geta legið
margar ástæður: Einhverjar villur kunna að hafa verið í þeim íslenska
texta sem lá til grundvallar, en auk þess hefur Gesner eða hjálparmaður
hans án efa skrifað hann rangt upp og e.t.v. túlkað sumt fyrir áhrif frá
þýsku; líklegt er að textinn hafi verið skrifaður upp tvisvar, fyrst eftir
36 Á bl. 2v er vísað til skipunar Alexanders VI. um aflát, en hann var páfi 1492-
1503.
37 Sjálf bænin endar aftast í línu, en fremst í þeirri næstu, á undan Maríubæn, virðist
standa þat sie, en aðeins at er vel skýrt.
38 Petta er hid nya Testament/ Jesu Christi eigenlig ord og Euangelia ... vtlogd a
Norrœnu ... (Hróarskeldu 1540). — Ljósprent: HiÖ nya Testament 1540, útg.
Sigurður Nordal (Monumenta Typographica Islandica I, Kh. 1933). —
Textaútgáfa með nútímastafsetningu: Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, útg.
Sigurbjöm Einarsson, Guðrún Kvaran, Gunnlaugur Ingólfsson og Jón Aðalsteinn
Jónsson (Rv. 1988).
39 Mithridates. De differentiis linguarum tum veterum tum quœ hodie apud diversas
nationes in toto orbe terrarum in usu sunt (Ziirich 1555). — Um Gesner sjá t.d.
Allgemeine Deutsche Biographie 9 (Leipzig 1879), 107-20.
40 Even Hovdhaugen, 'Norsk sprák i europeisk lingvistikk i det 16. og 17.
árhundre', Maal og Minne 1982, 49-69.
41 „quam puto eandem aut proximam esse Gothorum linguæ in Scandinauia” (bl. 40r
í viðbætinum, sbr. bl. 43v í aðalritinu).
152