Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 155
Drottinleg bæn á móðurmáli
íslensku heimildinni og aftur í prentsmiðjuhandrit bókarinnar. Loks
geta verið prentvillur í útgáfunni, en þannig birtist textinn þar:42
Bader vor/ sun ert ai himmum/ helgizt bitt namb ti. komi titt rike. verdi tinn vile
suoms ai himme/ so ai podu. burd vort daglgt geb tu oss i dag. og bergeb oss
skullden vom/ suo sem ui bergebun skulldun vorn. ant leid oss e ki breisl ni. helldur
brelsa tu oss ber illu. tatz sie.
Ljóst er að íslenski frumtextinn hefur verið dálítið bundinn, og margar
villumar em af J)ví sprotmar að sum bönd hefur Gesner ekki séð, skilið
eða leyst upp. An efa hafa m og n sums staðar verið bundin með striki
yfir staf; þetta band hefur Gesner venjulega leyst upp, en oftast rangt,
þ.e.a.s. m fyrir n, t.a.m. í himmum, eða n fyrir m, í bergebun og víðar,
og í namb hafa auk þess orðið stafavíxl. Að sjálfögðu hefur þ verið
Gesner framandi, og hann hefur lesið stafinn sem b í fyrsta skipti sem
hann hefur komið fyrir (bitt), en eftir það prentað t, og íslenska /-ið,
svonefnt bagga-/, hefur hann lesið B og b. Þá er í textanum prentað ai
þar sem án efa hefur verið tvíritað a (aa = á) í íslenska textanum. Hér á
eftir verður íslenski textinn birtur eins og líklegt er að hann hafi verið
skrifaður eða prentaður í heimild Gesners og skáletrað það sem ætla má
að hafi verið bundið. Spumingarmerki er sett við þær orðmyndir sem
áhöld geta verið um á hvem veg hafi verið, og þær verða ræddar
sérstaklega á eftir.
Fader vor/ sem ert aa himnum/ helgizt þitt nafn til komi þitt rike. verdi þinn 'vile
suosem aa himne/ so æ jordu. braud vort dagl/gt gef þu oss i dag. og fyrergef oss
skullder vorar/ suo sem uier fyrergefum skullduruw [?] vorum. og inn [?] leid oss
ecki i freistni. helldur frelsa þu oss fyrer [?] illu. þat og [?] sie.
skulldurum er ekki örugg orðmynd, en ólíklegt er að staðið hafi
skulldunautum og 5 stafir týnst aftan af. Á eftir J-inu hefur væntanlega
farið band, og báðar myndimar skulderum og skuldurum koma fyrir í
öðmm textum, sú fyrmefnda þó aðeins í elstu handritum, þannig að
myndin skulldurum er sennilegri hér. — Þar sem orðleysan ant stendur
á undan leid væri við og eða inn að búast, en torvelt er að sjá hvemig
annaðhvort þeirra orða hefði átt að afbakast í ant; helst væri e.t.v. að
gera ráð fyrir að og-band hefði verið mislesið a og in (með striki yfir
n-inu) nt. —fyrer illu samsvarar frá illu og af illu í öðrum textum, og
ber kynni að vera afbökun á fra, þar sem ra hefði hugsanlega verið
bundið; á hinn bóginn stendur ber- tvisvar fyrir fyrer- ífyrirgefa,
þannig að ætla mætti að eins hefði verið bundið í forriti á þriðja
staðnum.43 — Óvíst er hvemig eigi að túlka lokaorðin tatz sie, en í
42 Textinn er tekinn upp í ritgerð Hovdhaugens í Maal og Minne 1982, 53, með
smávegis ónákvæmni sem er lagfærð hér eftir fmmútgáfunni.
43 í sagnmyndunum mætti hugsa sér að annað hvort hefði aðeins staðið / og yrer
verið bundið, ellegar fyr og er verið bundið. í fyrra tilvikinu hefði bandið verið
túlkað sem er, en í því síðara hefði yr verið lesið er og bandinu sleppt; í elsta
prentletri íslensku er y ekki ólfkt e-i, því að það er næstum lokað að ofan og
153