Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 156
Stefán Karlsson
IsHómC er þat se þýðing á amen, og í 696 virðist bæninni ljúka með
orðunum þat sie; z í tatz kynni að hafa verið og-band í forriti G1555, en
það og sé er e.t.v. hæpinn texti.
Sú stafsetning sem greina má að hafi verið á íslenska frumtextanum
sýnir að hann hefur ekki verið eldri en frá 14. öld (vo (mo) fyrir eldra
vá í vor og suo (so), stoðhljóðið u í helldur og miðmyndarendingin zt)
og líklegast er að hann hafí verið frá 16. öld, því að orðaröðin þitt nafn,
þitt ríki og þinn vilji á sér ekki að heitið geti samsvörun í eldri textum
en frá þeirri öld, þó að sumt annað í orðalagi eigi sér nánari samsvörun
í mun eldri textum, sbr. 3. og 4. kafla.
En skyldi það íslenska rit sem Gesner sótti texta sinn í hafa verið
skrifað eða prentað, og hvemig skyldi hann hafa komist í tæri við slíkt
rit? Þessum spumingum verður ekki svarað, en freistandi er þó að velta
þeim ögn fyrir sér. Ljóst er að heimild Gesners er ekki Nýja testamenti
Odds Gottskálkssonar, en í því em einu varðveittu íslensku faðirvor-
textarnir sem vóm prentaðir fyrir 1555; það ár kom út handbók
Marteins, sem heldur ekki hefur verið heimildin. í bók Gesners em
tilgreind fáein norsk orð með þýskum og latneskum þýðingum, og Even
Hovdhaugen hefur sett fram þá tilgátu að heimildarmenn Gesners um
þessi orð hafi verið Norðmenn sem fylgdu síðasta norska
erkibiskupinum, Ólafi Engilbrektssyni, þegar hann flýði úr Noregi til
Niðurlanda 1537.44 Með slíkum mönnum hefði íslenskur texti
drottinlegrar bænar sem hægast getað borist, en hafi hann verið í
prentaðri bók yrði hún að hafa verið úr prentverki Jóns biskups
Arasonar — e.t.v. Fjórir guðspjallamenn. Jón biskup hefur að
sjálfsögðu sent erkibiskupi sínum eintök af þeim bókum sem hann kann
að hafa látið prenta áður en erkibiskup varð að flýja Noreg fyrir
konungsvaldi og lúthersku. Hins vegar er margt á huldu um eðli og
aldur Fjögurra guðspjallamanna Jóns Arasonar 45 og eins og áður segir
er augljóst að íslenski textinn hefur verið töluvert bundinn, og það
bendir fremur til handrits en prentaðrar bókar, en girðir þó ekki fyrir
síðamefnda kostinn, því að bönd vóm dálítið notuð í elstu íslenskum
prentbókum — og r-böndin í þeim em smá og óskýr, þannig að auðvelt
er að líta fram hjá þeim fyrir þann sem illa skilur textann. Hvemig sem
Gesner hefur komist yfir þennan íslenska texta, hefur hann borið eldra
svipmót en elstu varðveittir textar siðbreytingarmanna, eins og sjá má
við textasamanburð einstakra bæna, einkum 3. og 4. bænar.
vinstri leggurinn nær niður fyrir línu, en aðeins stutt, sjá prentsýni í grein
Hallbjamar Halldórssonar, 'Letraval í prentsmiðjum á fyrstu öld prentlistarinnar á
íslandi', Landsbókasafn íslands. Árbók 1946-1947 (Rv. 1948), 83, 86, 87 og 89.
44 Hovdhaugen, 'Norsk sprák i europeisk lingvistikk', Maal og Minne 1982, 65.
45 Um það rit sjá m.a. Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á
íslandi I (Rv. 1919), 408-14, og IV (Rv. 1926), 791; Guðspjallabók 1562, útg.
Halldór Hermannsson (Monumenta Typographica Islandica n, Kh. 1933), 31-34.
154