Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 158
Stefán Karlsson
Á undan kollektunni á skírdag stendur í Perg. 4to nr. 13, bl. 26r, „A
Skirdag/ epter hinns verduga og froma fodvrs og forstiora/ Doctors
peturo palladij// Blezadrar Minningar. skickann og skipan“, enda er hér
fylgt að mestu guðspjallabók Péturs Palladíus frá 1556 (sem oftast var
nefnd Altarisbókin).51 í þeirri bók, bl. R3v-4r, er faðirvor á þessa leið:
Fader vor du som est i Himmelen/ Helligt vorde dit Naffn/ tilkomme dit Rige/ vorde
din vilie her paa Jorden som hand er i Himmelen/ giff oss i dag vort daglige Br0d oc
forlad oss vor skyld som wi forlade vore skyldener/ Leed oss icke vdi fristelse/ Men
frels oss fra ont. Amen.52
í 3. kafla eru ekki teknir upp aðrir textar drottinlegrar bænar frá síðari
öldum en þeir sem birtast í biblíuútgáfum, enda þótt vitað sé að
biblíutextar í handbókum kirkjunnar og postillum víki oft frá þeirri
útgáfu biblíunnar sem síðast hefur verið prentuð.53 Nokkur hópur
handbókaútgáfna hefur þó verið kannaður, en ekki skipulega; í þeim er
festa textans miklu meiri en í biblíunum, og að þeim er vikið á stöku
stað í textasamanburðinum í 4. og 5. kafla. Undanfari nýrrar
biblíuútgáfu var stundum ný útgáfa Nýja testamentisins, en útgáfur þess
hafa ekki verið kannaðar sérstaklega. Við samanburðinn hér verður
notuð Guðbrandsbiblía og þær biblíuútgáfur aðrar sem eiga það
sammerkt að víkja að einhverju marki frá næstu prentun á undan:54
B1584: Guðbrandsbiblía.55
B1644: Þorláksbiblía.56
B1728: Steinsbiblía.57
B1747: Vajsenhússbiblía.58
51 S0ndagers Oc hellige dagers Episteler oc Euangelia met Collecter/ oc andet at bruge
vdi Christi Naduere effter Ordinantzens lydelse (Magdeburg 1556). (Endurpr. með
inngangi: Peder Palladius' Danske Skrifter III, útg. Lis Jacobsen (Kh. 1916-18),
307-471.)
52 Sami texti var í kirkjuordínansíunni 1537 að því fráskildu að þar er ekki oc á undan
forlad, sjá íslenzkt fornbréfasafn X (Rv. 1911-21), 324.
53 Sjá greinar Baldurs Jónssonar, 'Guðspjöll og pistlar í Vídalínspostillu', Afmalisrit
til dr. phil. Steingríms J. Þorsteinssonar prófessors (Rv. 1971), 28-41, og 'Um
orðið sóplimar', Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni (Rv. 1977), 30-46.
54 Steingrímur J. Þorsteinsson, 'íslenzkar biblíuþýðingar', Víðförli. Tímarit um
guðfrœði og kirkjumál 4 (1950), 48-85. — Sjá einnig greinar Guðrúnar Kvaran,
Gunnlaugs A. Jónssonar, Svavars Sigmundssonar og Þóris Óskarssonar í þessu
hefti um einstakar bibh'uútgáfur.
55 Biblia. Þad Er/ 011 Heilóg Ritning/ vtlpgd a Norrœnu. Med Formalum Doct.
Martini. Lutheri. (Hólum 1584). — Ljósprent: Guðbrandsbiblía 1584 (Rv. 1956-
57); Guðbrandsbiblía 1584.400 ára minningarútgáfa 1984 (Rv. 1984).
56 Biblia. Þad er/ 011 Heilog Ritningl vtlógd a Norrœnu. Med Fornualum D. Marth.
Luth. (Hólum 1644).
57 Biblia. Þad er 0ll Heil0g Ritningl Fyrer Hanns Kongl: Majest: Vors
Allranaadugasta ARFA-HERRA KONVNGS FRJDErichs FJORdal Christelega
Vmmsorgunl Med Kostgicefnel og epter Hpfud-Textunum/ meir enn fyrrum
athugudl so og med adskilianlegum Paraleller aukenn (Hólum 1728).
58 BIBLIA, Þad er 011 Heil0g Ritning Utlpgd a Norrœnu; Epter Þeirre Annare
Edition Bibliunnar sem finnst prenntud a Hoolum i Jslande Anno MDCXLTV. Med
156