Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 165
Drottinleg bæn á móðurmáli
Því að þitt er ríkið og máttur og dýrð um aldir alda, amen B1644Mt,
BJ747MI, B1813Mt.
Því að þitt er ríkið og mátturinn og dýrðin um aldimar, amen
B1728Mt.
[Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen] B1981Mt.
4. Mismunur
í þessum kafla er ætlunin að ræða ögn um fjölbreytni þeirra texta sem
hér hafa verið birtir, bæði að því er varðar orðaröð og orðafar.
Enda þótt drottinleg bæn komi öll fyrir í þremur textum í íslensku
hómilíubókinni frá því um 1200 og einstakar bænir í tveimur öðrum
textum hennar, er orðalag einstakra bæna oft mismunandi, og það ber
jafnvel við að frávika gætir í endurtekningu bænar innan sama texta.
Aðeins í einu tilviki, í 4. bæn í ísHómA, á tvöfaldur texti sér rætur í
mismun á orðalagi VulgMt og VulgLc. Að öðm leyti virðist mega
draga þá ályktun af orðalagsmun elstu textanna að drottinleg bæn hafi á
móðurmáli ekki verið föst formúla sem fólk lærði utanbókar með
ákveðnu orðalagi, heldur hafi megintilgangur íslenska textans verið að
gera skiljanlegar þær bænir sem hið latneska Pater noster hafði að
geyma. Reyndar er margbreytni í orðalagi ekki sérkenni þessara elstu
texta, eins og sjá má í síðmiðaldatextunum, og í ritum
siðbreytingarmanna, OG1540, ME1555 og B1584, þar sem tveir textar
em í hverri bók, er orðalagsmun að finna sem ekki á sér gmndvpll í
mismunandi textum Mattheusar- og Lúkasarguðspjalla. í biblíuútgáfum
heldur orðalag einstakra bæna enn áfram að breytast, einkum eftir
1813; í því efni gætir mismunandi málkenndar, tilrauna til aukinnar
nákvæmni og tillits til bænahefðar.
Orðaröð
Breytingar á orðaröð em mestar að því er varðar stöðu eignarfomafns í
setningu. Eignarfomöfn eru sjö í textanum, og í elstu handritunum er
orðaröðin að öllum jafnaði í samræmi við hvorttveggja í senn, orðaröð
latneska textans og venjulega orðaröð í íslensku að fomu og nýju,
þ.e.a.s. að eignarfomafn fer á eftir því nafnorði sem það stendur með.
Einu undantekningamar í elstu textunum em órar syndir ísHómE,
vorar sakar NHómA og NHómB og vorum sökunautum NHómA í 5.
bæn. í tveimur textum í handritum frá því um og eftir 1500, 687 og
696, má sjá aukna notkun nýrrar orðaraðar; bæði handritin hafa hana í
3. og 4. bæn og 696 auk þess á báðum stöðunum í 5. bæn. í G1555, sem
trúlega á rætur að rekja til kaþólsks tíma, er nýja orðaröðin í 1., 2. og
3. bæn en sú gamla í 4. og 5. bæn. Með textum siðbreytingarmanna
festist nýja orðaröðin í sessi í bænunum. Þá gömlu hefur Oddur
Gottskálksson þó enn í 1. bæn bæði í Mt og Lk og auk þess í 2. bæn í
Lk; í öllum þessum tilvikum fylgir Guðbrandur Oddi. Hjá Marteini
Einarssyni er nýja orðaröðin alls staðar í bænunum að því fráskildu að í
5. bæn í ME1555b heldur hann gömlu röðinni á báðum stöðunum, og
163