Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 166
Stefán Karlsson
hjá Ólafi Hjaltasyni er fomafn undantekningalaust á undan nafnorði í
bænunum. Slík orðaröð er að vísu ekki nýmæli í íslensku, því að þegar í
fomu máli gat eignarfomafn farið á undan nafnorði, ef á það var lögð
sérstök áhersla,74 en þó að örli á frávikum frá venjulegri orðaröð í elstu
textum drottinlegrar bænar, er engum vafa undirorpið að breytingin á
15. og 16. öld hefur hafist fyrir almenn þýsk-dönsk máláhrif og verið
fullkomnuð fyrir bein áhrif þýskra og danskra texta á
siðbreytingarskeiðinu.75 Sú orðaröð sem var komin upp í öllum
bænunum í ÓH1562 var í öllum íslenskum biblíum á 17., 18. og 19. öld
með undantekningunni syndir vorar í B1728Lk. í B1908/12 er snúið við
blaðinu og fomafnið flutt aftur fyrir alls staðar þar sem eignarfomafn
og nafnorð stóðu hlið við hlið, þó með sinni undantekningunni á
hvomm stað í 5. bæn í B1908Mt og B1912Lk, og auk þess stóð
orðaröðin vort daglegt brauð óbreytt í B1908/12MtLk. í B1981 vóm
hins vegar eignarfomöfhin flutt fram fyrir á nýjaleik í öllum bænunum;
þar hefur aldagömul bænahefð vegið þyngra en almenn málvenja.
Sér á parti er ávarpið faðir vor, þar sem orðaröð stóð óhögguð, enda
hefði öfug orðaröð í ávarpi verið algerlega gagnstæð málvenju, þó að
hún væri hugsanleg í öðrum samböndum, en auk þess hefur
samsvömnin við pater noster stuðlað að festu. Af sömu ástæðum var
orðaröðin oft Fader vor í dönsku, sbr. t.d. danska textann hér undir lok
2. kafla,76 og Vater unser á þýsku, þó að eignarfomöfnin fæm á undan
74 M. Nygaard, Norr0n syntax (Kristjaníu 1905), 363-65.
75 Þýsk-danskra áhrifa á íslenskt mál fer að gæta hér að marki á 15. öld, og framan af
hafa þau áhrif a.m.k. að hluta til borist um Noreg. Þau hefjast því alls ekki með
siðbreytingunni, enda þótt þau aukist með henni og séu kunnust af ritum
siðbreytingarmanna - sumpart vegna þess hve fá rit, önnur en bréf, eru til frá
tímabilinu milli svartadauða og siðbreytingar og sumpart vegna þess hve málsaga
þessa tímaskeiðs hefur lítt verið rannsökuð. Varðveitt rit í óbundnu máli sem hafa
verið þýdd úr þýsku og dönsku á þessum tíma ofanverðum eru m.a. heilagra
manna sögur úr þýsku (Reykjahólabók. Islandske helgenlegender I-II, útg. Agnete
Loth (Editiones Amamagnæanæ A15-16, Kh. 1969-70) og dönsk postilla, sem
hefur a.m.k. verið þýdd að hluta (Stefán Karlsson, 'Brudstykker af Christiem
Pedersens Jærtegnspostil i islandsk oversættelse', Opuscula IV (Bibliotheca
Arnamagnæana XXX, Kh. 1970), 211-56). Allmargir íslenskir textar frá
síðmiðöldum bíða enn prentunar, ekki síst bænir, en sumar þeirra bera með sér að
vera þýddar úr skandínavísku máli (Stefán Karlsson, 'Sex skriffingur', Opuscula
VII (Bibliotheca Amamagnæana XXXIV, Kh. 1979), 38-40).
76 Drottinleg bæn er til á dönsku í handriti frá ofanverðri 15. öld með Lucidarius-texta
sem ætlað er að hafi verið þýddur á dönsku um miðbik 14. aldar (En klosterbog fra
middelaiderens slutning (AM 76 8°), útg. Marius Kristensen (Kh. [1928-]33), 64,
sbr. Bengt Ingmar Kilström, 'Pater noster', Kulturhistorisk leksikon for nordisk
middelalder XIII (Rv. 1968), 129). Hér er orðalagið „Wor father”. Sömuleiðiser
„Vor fader” bæði í Mt og Lk í Nýja testamentinu danska 1529 (DetNy Testamente
Jhesu Cristi ord oc Euangelia ... vdsette paa reth Danske ... (Antwerpen 1529).
Ljósprent: Det ny testamente oversat qf Christiern Pedersen (Danske bibelarbejder
fra reformationstiden II, Kh. 1950)). — I grein Kilstöms em nefndir sænskir
textar drottinlegrar bænar frá 14. og 15. öld, en yfir útgáfu þeirra hef ég því miður
ekki komið höndum.
164