Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 167
Drottinleg bæn á móðurmáli
nafnorðunum í bænunum á þessum málum, eins og varð ofan á hér á
landi.77
Aðrar helstu breytingar á orðaröð urðu í 3., 4. og 6. bæn.
I 3. bæn er orðaröð latneska textans, þar sem himinn er nefndur á
undan jörðu, fylgt í öllum elstu íslensku textunum — nema í
endurtekningu í ísHómC — og auk þess í B1728MtLk, en í þeim
norsku, NHómA og 64, hefur henni verið snúið við, enda er sú orðaröð
tvímælalaust eðlilegri í norrænu máli, en hún birtist þó ekki í
varðveittum íslenskum textum fyrr en um 1500 í 687 og verður einráð
að kalla í 16. aldar textunum; undantekningar eru 696 og G1555, sem
halda sig við latnesku setningarbygginguna. Annað tilbrigði í orðaröð
þessarar bænar er að þinn vilji standi á undan verði, en sú orðaröð er
aðeins í 696 og ME1555ab og hún á vafalítið rætur að rekja til erlendra
fyrirmynda; hún á sér t.a.m. hliðstæðu í biblíutextum Lúthers og kveri
hans,78 en ekki gætir áhrifa þaðan í 696, sem er úr kaþólskri bók.
í 4. bæn er latnesku orðaröðinni með andlagi á undan umsögn haldið
að mestu í miðaldatextunum, en þó er eðlilegri orðaröð í sumum þeirra
yngri, þ.e.a.s. Leif og 687, og eftir siðbreytingu sést eldri orðaröð
aðeins í ME1555b og B1728Lk auk G1555, sem hér eins og víðar sýnir
meiri skyldleika við eldri texta en frá siðbreytingartímanum.
í 6. bæn er latneska orðaröðin með neitunina eigi á undan sögninni í
miðaldatextunum flestum og auk þess í ME1555b og ÓH1562, en þó er
eðlilegri norræn orðaröð með sögnina á undan neituninni í tveimur
þeirra, ísHómB (í endurtekningu) og Leif, og svo er einnig hjá Oddi og
í öllum biblíuútgáfum fram til B1981. Þá var latneska orðaröðin tekin
upp í biblíutexta í fyrsta sinni, en hún hafði lifað um aldimar í
kirkjumáli og bænahefð.79
Orðafar
Hér á eftir verður vikið að helstu frávikum í orðafari einstakra hluta
bænarinnar.
77 Reyndar hafði Lúther Unser Vater í biblíu sinni (D. Martin Luthers Werke.
Kritische Gesamtausgabe. Die deutsche Bibel 6 (Weimar 1929), 32-33 og 262-
63), en sú orðaröð í ávarpi var talin andstæð þýskri málvenju, og í kveri sínu hinu
minna 1531 hafði hann Vater unser ('Enchiridion. Der ídeine Catechismus ...
MDXXXI', D. Martin Luthers Werke. Kritische Gesamtausgabe 30,1 (Weimar
1910), 369).
78 D. Martin Luthers Werke. Kritische Gesamtausgabe. Die deutsche Bibel 6
(Weimar 1929), 32-33 og 262-63 og D. Martin Luthers Werke. Kritische
Gesamtausgabe 30,1 (Weimar 1910), 372.
79 Orðaröðin eigi leið þú oss í freistni er t.a.m. í faðirvor-texta í GRADVALE
(Hólum 1594), B3v-4r, (Hól. 1739), A4v-Blr, Sa Store CATECHISMVS (Skálh.
1691), 398, DOMINICALE (Hól. 1750), R4v-5r, Messu-saungs- og Sálma-Bók
(Leirárgörðum 1801), xlvii, Sálmabók til kirkju- og heima-söngs (Rv. 1886), vii,
(12. pr., Rv. 1912), vi. Hins vegar er leið oss ekki ífreistni í Sálmabók til kirkju-
og heimasöngs (1. pr., Rv. 1945), xxiv.
165