Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 168
Stefán Karlsson
Ávarp: í Leif víkur upphafið frá öllum öðrum gerðum í því að
boðháttur af heyra er settur framan við ávarpið faðir vor.80 — Sýnt er
að lengi hefur vafist fyrir þýðendum hvemig heppilegast væri að tengja
tilvísunarsetninguna við ávarpsorðin faðir vor. í IsHómA hefur
sjálfstæð aðalsetning verið gerð úr tilvísunarsetningunni, en besta
lausnin framan af er er/sem ert í ísHómB, Leif624, G1555 og
ME1555a, og það er ekki fyrr en í ME1555b og ÓH1562 sem þú sem
ert kemur upp. Því orðalagi hefur greinilega verið tekið fegins hendi,
enda fer það best; þama hefur danskur texti, sem hefúr borist til íslands
m.a. með kirkjuordínansíunni frá 1537 (sbr. nmgr. 52), orðið til
leiðsagnar. — Leif er eini textinn sem hefur himinríki, og þar er
forsetningin í sjálfsögð á undan, en sú forsetning er einnig höfð á undan
himnum í þremur miðaldatextanna, þar sem í er bókstafleg þýðing
latnesku forsetningarinnar in. í flestum gömlu textunum og öllum þeim
yngri, nema B1912Mt, er hins vegar á himnum, eins og venjulegt er í
íslensku frá fyrstu tíð. Þessu hafa þýsk og dönsk áhrif ekki breytt. —
B1644 og síðari biblíur hafa allar nema B1728 mismunandi ávarpstexta
í Mt og Lk. í því efni fylgja B1644Lk, B1747Lk og B1813Lk texta
Lúthers, en B1841Lk og B1866Lk og einkum B1908/12Lk og B1981Lk
em í samræmi við VulgLc og einnig gríska Lk-textann.81
1. bœn: í þessari bæn em öll orðin þau sömu frá upphafi í íslenskum
textum, og norski textinn 64 fylgir þeim; þýðingin er eins nálægt
latínutextanum og hugsast getur. Hins vegar hefur NHómA orðalagið
verði nafn þitt heilagt, sem kann að hafa verið algengara í Noregi.82
2. bœn: Hér hafa Vulg-handrit ýmist veniat eða adveniat, en öll
norrænu handritin sem taka upp latneskan texta hafa síðamefnda
lesháttinn, og í nær öllum íslensku textunum er bókstaflega þýðingin til
komi (tilkomi). Aðeins B1728 og B1908/12 hafa einungis komi, sem
tvímælalaust er eðlilegra orðalag í íslensku, bæði fomri og nýrri.
3. bœn: Helsti textamunur hér, auk orðaraðar, er að norsku textamir
NHómA og 64 skera sig úr með því að hafa í himnum í stað á himni
sem er í nær öllum hinum. B1584Lk og B1644Lk hafa reyndar á
himnum, en það kann að vera sprottið af mistúlkun á prentvillu í
OG1540Lk, sbr. nmgr. 70.
80 Þessi aðferð við að þýða ávarpsfall á sér m.a. samsvörun f Konungsskuggsjá, þar
sem ávarpsfall, með upphrópuninni '0' fyrir framan, er fimm sinnum í röð í
upphafi latneskrar bænar, og í öll skiptin er 'Heyrðu' eða 'Heyr þú' í norrænu
þýðingunni (Konungs skuggsiá, útg. Ludvig Holm-Olsen (Ósló 1945), 92 og 95.
Sama aðferð er höfð í upphafi faðirvor-skýringarinnar í Leif, þar sem ávarpsfallið í
Lk. 11.1 'Domine, doce nos orare' er þýtt 'Heyrðu, drottinn'. í Handbók Marteins
Einarssonar 1555 hefjast allar kollektur á 'Heyr' og flestar í Guðspjallabók Ólafs
Hjaltasonar 1562.
81 Ég þakka Eyjólfi Kolbeins fyrir fræðslu um gríska textann en hann kemur ekki
beint við sögu íslensks texta fyrr en á síðustu öldum.
82 Norrænir textar faðirvors úr Órkneyjum 1700 og frá Hjaltlandi 1774 hafa orðálag
hér sem svarar til NHómA (Laurits Rendboe, 'The Lord's Prayer in Orkney and
Shetland Nom (1)', NOWELE 14 (1989), 78-81 og 105-07).
166