Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 169
Drottinleg bæn á móðurmáli
4. bœn: Lýsingarorðið supersupstantialis, sem flest handrit VulgMt
hafa, á sér einungis samsvörun í ísHómA, þar sem brauðið er sagt vera
yfirveranlegt samkvæmt Mattheusi, en hversdaglegt (cotidianus)
samkvæmt Lúkasi. Allir hinir elstu textamir íslensku hafa síðamefnda
orðið, en á síðmiðöldum verður daglegt ofan á, og það er einrátt eftir
siðbreytingu. Sér á parti er reyndar NHómA, sem nefnir brauð vort hið
helga, en sá texti verður fremur að teljast túlkun en þýðing, enda er
brauðið tengt við heilaga kvöldmáltíð í þeirri skýringu sem á eftir fer.83
— Boðhátturinn gef er í öllum textunum, en misjafnt er hvort á eftir
honum fer fomafnið þú (sjálfstætt eða viðskeytt84). Fomafnið er með í
öllum elstu textunum, sumum 16. aldar textunum og í biblíutextunum
B1644Mt, B1747Mt og B1813Mt. Fomafnslaus er boðhátturinn fyrst í
norska textanum 64 og í Leif, en síðan í flestum 16. aldar textum og
yngri biblíutextum. — Mismunurinn hodie VulgMt gagnvart cotidie
VulgLc birtist ekki í miðaldatextunum og heldur ekki í OG1540 og
B1584; allir textamir hafa í dag, NHomA reyndar með viðbótinni og
hvern dag. En í B1644 og öllum síðari biblíum er orðalagið í dag aðeins
í Mt, en hins vegar hvern dag / dag hvern í Lk.
5. bæn: A 5. bæn er fjölskrúðugra orðalag en á nokkurri hinna
bænanna, 35 tilbrigði alls í þeim textum sem hér hafa verið teknir upp,
en að vísu er orðamunur oft mjög lítill. Margt veldur þessum
fjölbreytileika: Bænin er í fleiri miðaldaheimildum en þeim sem hafa
drottinlega bæn alla, munur er á orðalagi VulgMt og VulgLc, og loks
hafa verið gerðar margar þýðingartilraunir á gmndvelli mismiínandi
afstöðu til fmmtexta og mismunandi málsmekks; þetta hefur haft í för
með sér mikinn afbrigðafjölda, enda er 5. bæn orðflest bænanna. - í
íslensku miðaldatextunum eru skuldir (sbr. debita VulgMt) og syndir
(sbr. peccata VulgLc) nefndar jöfhum höndum, en í þeim norrænuritum
sem tilgreina latínutexta er Mt-leshátturinn debita einráður, líka í
tveimur þeirra sem hafa syndir í norræna textanum; í öðmm þeirra er
skýringargreinin skuldir órar eru syndir órar, sbr. nmgr. 73. Hér víkja
allir norsku textamir frá þeim íslensku; í þeim em sakar í NHómA og
NHóm B, en misgerðir í 64.83 í lang-flestum íslensku biblíutextanna,
allar götur frá 0G1540, eru skuldir í Mt en syndir í Lk.
Undantekningar frá því eru skuldir í B1584Lk og misgjörðir í
B1841MtLk. — Annar munur á orðalagi latínutextanna er að í VulgMt
em það debitores nostri sem fyrirgefið er, og sama máli gegnir um
latínutexta sem fylgir norrænu þýðingunum, en omnes debentes nobis í
VulgLc. Hér er fjölbreytni móðurmálstextanna æði mikil. í lang-flestum
83 Kirby (Biblical Quotation II, 15) taldi líklegt að helga væri hér þýðing á
supersubstantialem, en það er hæpið; NHomA hefur cotidianum í latínutexta, sem í
rauninni er þýtt með og hvern dag á eftir í dag
84 í elstu íslensku textunum (í ísHóm) getur verið álitamál hvort prenta skal fomafnið
sjálfstætt eða viðskeytt þegar fært er til nútímastafsetningar, því að þ er þar notað
þar sem við nú höfum ýmist þ eða ð.
85 I textunum fyrir vestan haf hafa hér verið syndir (Rendboe, 'The Lord’s Prayer in
Orkney and Shetland Nom (2)', NOWELE 15 (1990), 51-52.
167