Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 171
Drottinleg bæn á móðurmáli
ekki á sama stað í setningunni í þeim öllum; t.d. er orðalagið svo sem og
vér í B1728Mt en því vér og í B1728Lk. Það orðalag sem flestum mun
kunnast, svo sem vér og, er aðeins að finna í yngstu biblíutextum,
þ.e.a.s. B1908Mt, B1912Mt og B1981Mt, en það á sér mun eldri hefð í
kirkju- og bænamáli; elsta dæmi sem ég hef fundið er í
grallaraútgáfunni 1730,87 og eftir það er þetta orðalag í þeim
messusöngsbókum, sálmabókum og handbókum presta sem ég hef
skoðað.
6. bœn: í þessari bæn er freistni í öllum textum að frátöldum NHómA
sem hefur pínsl. — Sögnin er leiða, en þó innleiða (sbr. inducere Vulg)
í sumum textum frá því á 16. öld og fram um 1800, þ.e.a.s. OG1540Mt,
G1555 (óvíst þó), ME1555a, B1584Mt, B1644Mt, B1728Lk, B1747Mt
og B1813Mt. Viðtengingarhátturinn inducas er þýddur leiðir, sem
líklega er einnig viðtengingarháttur, í ísHómC og 687, og lát ... leiða í
NHómA, en í öllum öðrum textum er boðhátturinn leið eða innleið. —
Á eftir viðtengingarhættinum fer þú og einnig á eftir boðhættinum í
miðaldatextunum nema norska textanum 64 og í Leif (og auk þess er
boðhátturinn af láta /?M-laus í NHómA); boðhátturinn í G1555, sem
líklega á sér rætur fyrir siðbreytingu, er einnig án 2. pers. fomafnsins.
Sama máli gegnir um OG1540 og alla biblíutexta fram til B1981, en
ME1555b og ÓH1562 hafa þ ú, og það textabrigði erfist með
handbókum kirkjunnar og er tekið upp í B1981MtLk. — Neitunin í 6.
bæn er ei í 687, en annars er eigi í öllum miðaldatextunum, sumum
textum á seinni hluta 16. aldar og einnig í B1813MtLk og B1981MtLk.
í öllum öðmm biblíum frá því á 17. öld er neitunin ekki, en hún sést
fyrst í ME1555a og mun einnig hafa verið í forriti G1555.
7. bœn: í upphafi bænarinnar er samtengingin heldur (sed Vulg)
nema í þremur af þeim gömlu textanna þar sem bænimar em ekki
skrifaðar í samfellu, og í 687 er utan í stað heldur, en utan er algengt
orð í því hlutverki á miðskeiði íslenskrar málsögu. — Sögnin liberare
er þýdd leysa í elstu íslensku textunum, þ.e.a.s. ísHómA, ísHómB
(tvisvar), IsHómC (þrisvar), Leif og Msk, og sú sögn lifir enn í
OG1540Lk og B1584Lk. Sagnirnar frelsa og frjálsa eru í hinum
textunum; frjálsa, sem er algengust í íslensku á 14. öld og birtist hér í
696, hafði þátíðina frjálsaði og boðháttinn frjálsa, enfrelsa var í fomu
máli frelsti í þátíð og boðhátturinn þá frels, eins og er í norsku
textunum NHómA og 64 og í íslenska textanum 687, en frá því á 16. öld
er boðhátturinn frelsa (af frelsa með þátíðinni frelsaði) einráður. — Á
eftir boðhættinum fer þú, laust eða viðskeytt, í öllum miðaldatextunum
nema NHómA og 687, og þú fylgir með í OG1540Mt, ME1555a,
B1584Mt, B1644Mt, B1747Mt og B1813Mt. Aðrir textar eftir
siðbreytingu em fomafnslausir. — Þorri textanna frá öndverðu hefur
illu (malo Vulg), en frávik em því illa B1644Lk, B1728Mt og
B1747Lk, því illu (sem líklega er prentvilla) B1813Lk og því vonda
87 Graduale (Hól. 1730), B5v-6r.
169