Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 172
Stefán Karlsson
B1728Lk. Loks hafa sumir miðaldatextanna öllu illu, þ.e.a.s. norski
textinn 64 og íslensku textamir ísHómC (í niðurlagi), Msk, Leif og
687.88 — Forsetningin á undan (a Vulg) er frá í lang-flestum textanna,
en norski textinn 64 hefur af, og sama máli gegnir um íslensku textana
Msk, 687, 696, OG1540Mt, ME1555a, ME1555b og B1584Mt. Loks er
líklegast að forrit G1555 hafi haft fyrir.
Niðurlag: í miðaldatextunum, endar drottinleg bæn jafnan á 7. bæn,
en í sumum þeirra fer amen á eftir, og það er þýtt það sé í tveimur
miðaldatextum, ísHómC og 696, og hefur hugsanlega verið þýtt það og
sé í þeim texta sem liggur að baki G1555. — í OG154ÓMt er
lofgerðinni bætt inn í á milli 7. bænar og amen, enda er hún þar í Mt-
texta Lúthers í Nýja testamenti hans og biblíu.89 Lofgerðin fylgir með í
Mt-texta þeirra íslensku biblíuútgáfna sem á eftir fara, síðast í
B1813Mt, en hverfur eftir það úr biblíuútgáfum þangað til í B1981Mt,
þar sem hún er prentuð innan homklofa með neðanmálsgrein um að
hana vanti í sum handrit, og er víst nær að segja að hún sé viðbót í
sumum handritum. Vera má að lofgerðin hafi lifað í bænamáli allt það
skeið sem henni var haldið utan biblíutexta, og a.m.k. er víst að svo
hefur verið frá öndverðri þessari öld. f þeim leiðbeiningum um
messugerð sem fylgja sálmabókum er faðirvor reyndar prentað án
lofgerðarinnar allar götur til 1909,90 en frá og með útgáfunni 191291
fylgir hún bæninni, og sama máli gegnir um handbók presta 191092. —
Sömu nafnorðin, ríki, máttur og dýrð eru í öllum biblíutextunum, en
ofurlítill mismunur á því hvort þau eru með greini og hvemig þau em
tengd saman.93 — Niðurlagsorð lofgerðarinnar hafa einnig tekið
breytingum í biblíutextum. í eldri biblíunum eru þau um aldir alda
nema um aldirnar í B1728Mt, en hins vegar að eilífu í B1981. Það
orðalag er þó ekki nýtt af nálinni, því að það hefur ekki aðeins verið í
handbókum kirkjunnar frá því að lofgerðin var tekin upp í þær í byrjun
þessarar aldar, heldur er það t.a.m. í katekismaútgáfunni 1691, sem
nefnd var í nmgr. 93, og það er í samræmi við biblíutexta Lúthers, in
ewigkeit.
88 Lo. 'allt' kemur einnig fram í norrænu textunum frá Orkneyjum og Hjaltlandi
(Rendboe, 'The Lord's Prayer in Orkney and Shetland Nom (2)', NOWELE 15
(1990), 57-58).
89 D. Martin Luthers Werke. Kritische Gesamtausgabe. Die deutsche Bibel 6
(Weimar 1929), 32-33. — Sama máli gegnir um Mt-texta í Nýja testamentinu
danska 1529 (sjá nmgr. 76).
90 Sálmabók til kirkju- og heimasöngs (11. pr., 1909), vi. — Þessi útgáfa
sálmabókarinnar er reyndar til í tveimur gerðum. í annarri þeirra fylgir texti
messuleiðbeininganna eldri sálmabókarútgáfum, en í hinni er hann í samræmi við
útgáfuna 1912, m.a. í því að lofgerðin er þar með faðirvori. Fyrsta örk þessarar
útgáfu virðist því hafa verið endurprentuð með breyttum texta.
91 Sálmábók til kirkju- og heimasöngs (12. pr., 1912), vi.
92 Helgisiðabók (slenzku þjóðkirkjunnar (Rv. 1910), 98.
93 í þýðingu Guðbrands biskups Þorlákssonar á katekisma Spangenbergs (Sa Store
CATECHISMVS (3. pr„ Skálh. 1691), 485) er leshátturinn „Krapturinn” (sbr.
,4ie Krafft” hjá Lúther) og öll orðin eru tengd með „og”.
170