Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 173
Drottinleg bæn á móðurmáli
5. Lokaorð
Hér að framan hefur verið rakinn mismunur á orðalagi einstakra bæna,
og sumar þeirra hafa óneitanlega birst í æði mörgum myndum í aldanna
rás. Hitt er þó ekki síður vert að hafa í huga að flest afbrigðin eru
fólgin í orðaröð og mismunandi notkun smáorða, en lang-flest
meginorð eru hin sömu á öllum tímum. Séu elstu íslensku textamir, sem
em í ísHóm frá því um 1200 og eiga sér því rætur a.m.k. aftur á 12.
öld, bomir saman við B1981Mt, kemur í Ijós að aðeins þrjú orð, sem
öll eru sameiginleg elstu textunum, em önnur í B1981Mt. Það em
hversdaglegt: daglegt, skulderuml skuldurum : skuldunautum og leys :
frelsa. 011 þessi orð í B1981Mt koma þó fyrir í íslenskum textum
drottinlegrar bænar fyrir siðbreytingu, og eitt af því sem aldrei hefur
verið hróflað við í textanum em gömlu fleirtölufomöfnin vér og vor,
enda þótt við og okkar hafi fyrir löngu leyst þau af hólmi í mæltu máli.
Séu íslensku textamir bomir saman við danska 16. aldar textann sem
hér var birtur undir lok 2. kafla, er athyglisvert að sjá hve mikill hluti
orðaforðans þar er sameiginlegur miklu eldri íslenskum textum. Að
sjálfsögðu er rétt að hafa í huga að danska og íslenska em einnar ættar
og að drottinleg bæn er á einföldu máli, þannig að við því er að búast að
þýðendur grípi til samstofna orða. Samt vaknar sú spuming, hvort
sameiginlegt orðfæri bænanna íslensku og dönsku kunni að einhverju
leyti að vera af því sprottið að það ætti rætur að rekja allar götur til
samnorræns erkibiskupsstóls í Lundi á fyrri hluta 12. aldar. Það er
e.t.v. einkum tvennt í íslenska orðalaginu sem gæti stutt þessa hugmynd.
Orðin til komi eða tilkomi í 2. bæn em vitanlega nákvæm þýðing á
adveniat í Vulg, en til komi (tilkomme í danska textanum94) er
framandlegt og segir ekki annað en komi (sbr. veniat í flestum VulgMt-
handritum), sem þó er ekki nema í þremur íslenskum biblíutextum frá
síðari öldum; norrænir þýðendur hafa þó flestir leyft sér að sleppa
þýðingu forskeytisins í inducas í 6. bæn. I annan stað má vera að skuldir
í 5. bæn (skyld í danska textanum95) sé innflutt orð í þessu samhengi.
Vissulega er skuldir bein þýðing á latneska orðinu debita (og
samsvarandi orði í gríska textanum), en skuld er hér ekki í venjulegri
íslenskri merkingu, þ.e.a.s. 'fjárhagsleg skuldbinding' eða 'skylda', og
merkingin 'sök' er framandi bæði í fomu máli og nýju, þó að til hafi
94 Sama orðalagið er einnig í En klosterbog og í Nýja testamentinu danska 1529,
bæði í Mt og Lk. (Sjá um þessi rit nmgr. 76).
95 Hér víkur danski textinn í En klosterbog (sjá nmgr. 76) ffá þeim danska 16. aldar
texta sem hér er prentaður, því að þar er 5. bæn „Oc forlath oss woræ brothæ,
sosom wi forlathæ th0m ther woss om moth brydhæ”, þ.e. 'Og fyrirlát oss vor
brot, svo sem vér fyrirlátum þeim er oss á mót brjóta', og í Nýja testamentinu
danska 1529 (sjá nmgr. 76) er Mt-textinn „och forlad oss vaare synder som wij
forlade dem som oss bryder emod”. — Það sýnir skyldleika málanna að sama
orðalagið er hér á niðurlagi bænarinnar og í B1841Mt, sem oss á móti brjóta, án
þess að líklegt sé að textasamband sé á milii.
171