Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 174
Stefán Karlsson
verið um skeið orðasambönd eins og fyrir þanrt/þá skuld/skyld96 og
skella skuldinni á e-n. Þetta fínnst mér mæla gegn því að skuld hefði í
öndverðu verið notað í íslenskri frumþýðingu bænarinnar, en það gæti
bent til þess að skuld hafi þegar í elstu gerð drottinlegrar bænar á
íslensku haft tökumerkingu — hvort sem orðið í þeirri merkingu hefur
verið þegið úr Lundi eða það verið ættað frá Brimum.97 Eins og fram
kemur í samanburði texta 5. bænar, er sneitt hjá notkun orðsins skuldir
í ýmsum þeirra, að öllum líkindum vegna þess að það hefur ekki þótt
koma merkingu bænarinnar nógu vel til skila; það er t.a.m. ekki notað í
neinum norsku textanna.
Hvað sem rótum íslensks texta líður, er rétt að hafa í huga að náin
líkindi drottinlegrar bænar í íslenskum miðaldaritum annars vegar og
dönskum siðbreytingarritum hins vegar hafa valdið því að kynni
íslenskra siðbreytingarmanna af þýskum og dönskum textum
bænarinnar hafa ekki kallað á breytingar á orðafari íslensks texta, eins
og ella hefði e.t.v. verið nokkur hætta á. Það eina af því tagi er fyrirláta
í stað fyrireefa í 5. bæn í OG1540Mt, sem ekki hélst í biblíuútgáfum
nema B1584Mt.
Hér að framan hafa verið raktir textar drottinlegrar bænar í
íslenskum biblíum, og þeir eru ekki alveg eirls í heild í neinum tveimur
þeirra útgáfna sem hafa verið teknar til samanburðar. Að vísu eru
textar OG1540 lítt breyttir í biblíum til B1813, enda er vitað að í B1584
er vikið mjög óverulega frá texta Odds og að B1644 er reist á B1584 og
auk þess er sagt á titilblöðum að B1747 sé prentuð eftir B1644 og
B1813 eftir B1747. Raunar má heita að Mt-texti drottinlegrar bænar
allrar sé hinn sami í B1644, B1747 og B1813; eini munurinn er ekki:
eigi í 6. bæn. Hins vegar er ofurlítill mismunur á sumum bænunum í
Lk-texta þessara útgáfna, og í B1728 eru heldur meiri frávik. Meiri
breytingar — m.a. í átt til túlkunar og alþýðlegra máls — eru í
B1841,98 en úr þeim dregið í B1866. í B1908/12 var textunum breytt
enn meira bæði með tilliti til frumtexta og mælts máls. Þeir textar sem
þá vóru komnir upp viku mjög frá þeim texta sem hafði verið óbreyttur
að kalla í messugerð og bænahaldi allar götur frá ÓH1562.99 Sá texti
96 Chr. Westergárd-Nielsen, Ldneordene t det 16. drhundredes trykte islandske
litteratur (Bibliotheca Amamagnæana VI, Kh. 1946), 395.
97 Á þýsku eru fjölmargir miðaldatextar drottinlegrar bænar varðveittir, allar götur ffá
því um 800, og í öllum þeim textum sem ég hef séð eru mismunandi myndir
orðsins skuld í 5. bæn. — Ég þakka dr. Doris Walch-Paul í Bonn fyrir að hafa
orðið mér úti um ljósrit af útgáfum elstu textanna.
98 Þær breytingar eru komnar fram í Nýja testamenti 1827, en undanfari þeirrar
útgáfu var þýðing Geirs biskups Vídalín, sem Sveinbjöm Egilsson endurskoðaði.
Faðirvor-texti Geirs biskups, sem er varðveittur með breytingum Sveinbjamar í IB
507 4to og birtur í grein Svavars Sigmundssonar í þessu hefti, er róttækasta
breyting drottinlegrar bænar sem upp hefur komið hér á landi, en aðeins fáar af
breytingum Geirs smugu um nálarauga Sveinbjamar.
99 í þann texta var bætt atviksorðinu og í 5. bæn um 1730, sjá umfjöllun um orðafar
þeirrar bænar í 4. kafla, en á hinn bóginn var samtengingin og í upphafi
bænarinnar felld niður í B1981Mt.
172