Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 178
Svavar Sigmundsson
Konráð Gíslason segir í bréfi til föður síns 29. maí 1829 sem hefur
beðið hann að skrifa sér hvað hver hafi útlagt:
eg man þá ecki betur enn: Geir bp. Matth: Marc: og Lucasar Gudspp; Ami prestur
eda rettara sagt Stiptprofastr Johannesar Gudsp. og Johannesar pistla; Etatsrád
Einarsen Post. G.B; Dr Schev. Hebr. p. Steingrímur Bp Rómv. pist; Adjúnct
Egelsen Opinberíngabókina; hitt annad af Pistlunum veit eg ei betur enn Lector hafi
útlagt.7
Sveinbjöm Egilsson fór síðan yfir texta Geirs biskups og lagfærði enn
frekar. Sá texti var notaður nokkurn veginn óbreyttur við prentun.
Handritið er varðveitt í ÍB 507,4to í Landsbókasafni íslands. Svo fór sem
biskup spáði að textinn kom ekki fyrir almennings sjónir fyrr en hann var
allur, því að hann lést 1823. Hreinskrift Sveinbjamar af hluta af
Markúsarguðspjalli í sama handriti var einnig notuð við prentun. Sr. Ami
Helgason fór yfir Jóhannesar guðspjall og bréf Jóhannesar, Isleifur
Einarsson assessor Postulasöguna, dr. Hallgrímur Scheving þýddi
Hebreabréfið, Sveinbjörn Egilsson þýddi Opinberun Jóhannesar,
Steingrímur Jónsson biskup bréf Páls til Rómverja, og Jón Jónsson lektor
önnur bréf. Haraldur Níelsson segir í grein sinni um íslenskar
biblíuþýðingar, að sr. Bjami Amgrímsson hafi þýtt katólsku bréfin, en
ekki nefnir Konráð það. Haraldur segir einungis að Jón lektor hafi þýtt
önnur bréf Páls en Rómverjabréfið.8
Sveinbjöm segir frá því í bréfi 1. ágúst 1824 til Rasmusar Rasks, að
hann hafí ekki komist í að líta á þýðingu sína á Hómer í sumar, „því vid
Schevíng höfum verid ad revidera útleggíngu af N.T.”9
Við athugun á orðum úr merkingarsviðinu „líkaminn” í Grútarbiblíu
1813 annars vegar og NT 1827 hins vegar má sjá að nokkrar breytingar
hafa verið gerðar í 1827.10
Hér er stuðst við merkingargreiningu Johannes P. Louws og Eugene A.
Nida, merkingarsvið 8.1 - 8.8. eins og það kemur fram í Greek-English
Lexicon of the New Testament based on Semantic Domains. Vol. /-//.
United Bible Societies. N.Y. 1988. Þar er merkingarflokkunin þessi:
8.1 sóma
líkami manna, dýra og plantna, dauður eða lifandi
8.2 sómatikos, -ós
7 Bréf Konráðs Gíslasonar. Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar. Rvk. 1984, 5.
8 Sbr. Haraldur Níelsson: De islandske Bibeloversættelser. Studier tilegnede
professor, dr.phil. & theol. Frants Buhl. Kbh. 1925, 189-190.
9 Breve fra og til Rasmus Rask. Udg. ved Louis Hjelmslev og Marie Bjerrum. Kbh.
1941-1968. II, 114-115.
10 í þessari athugun hefur verið stuðst við orðalykil yfir NT sem unnið er að á vegum
samstarfsnefndar nokkurra stofnana í Háskóla íslands undir verkstjóm Guðrúnar
Kvaran; einnig rannsóknarverkefni Jóns Sveinbjömssonar og undirritaðs á vegum
Vísindaráðs um merkingargreiningu, sem Gunnlaugur A. Jónsson og Steinunn
Stefánsdóttir hafa unnið mest að.
176