Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 179
Samanburður á Nýja testamentinu 1813 og 1827
líkamlegur, líkamlega
8.3 ho exó anþrópos
hinn ytri maður
8.4 sarx
lifandi líkami, áþreifanlegur, efniskenndur líkami, mannleg
vera, persóna
8.5 skenos, skenóma
tjald (yfirfærð merking), tímabundin vist í mannlegum líkama,
líkami
8.6 skeuos
hlutur eða ker (yfirfærð merking), mannlegur líkami
8.7 ptóma
lík, dauður líkami manns eða dýrs
8.8 kólon
lík, dauður líkami, einkum ef hann stendur enn uppi.
Algengasta breytingin frá 1813 til 1827 að þessu leyti er sú, að orðinu
líkami er breytt í lík, þegar merkingin er 'dauður líkami'. Verða þau
dæmi tilfærð hér, fyrst þar sem gríska hefur orðið „sóma” (8.1) í
frumtexta:
Mt 27,58-59:
1813:
Hann geck til Pilatum, og bad hann um líkamann Jesu. Þa skipade Pilatus, at hpnum
skyllde fást hann. Og Joseph tók vid líkamanum, sveipade hann í hreinu lerefte.
1827:
hann fór til Pílatusar og bad um lík Jesú, og lét Pflatus afhenda honum þad. Sídan tók
Jóseph vid líkinu og sveipadi þad í hreinu líni ...(G.V./S.E.)
Oddur Gottskálksson (OG) hafði í þýðingu sinni árið 1540 á fyrri
staðnum líkama en lík á þeim seinni, eins og Biblían 1981 (1981) hefur
einnig.11
Lk 23,55:
1813:
Enn þær konur, sem komnar voru med hpnum af Galilea, fylgdu efter, og skodudu
grpfena, og hvemenn hans líkami var lagdur.
1827:
En konur þær, er med Jesú hpfdu komid úr Galflæu-landi, fylgdu og eptir, skodudu
legstadinn og sáu hveminn lík hans var lagt; (G.V./S.E.)
OG hafði líkama á þessum stað eins og er í 1981.
Lk 24,3:
1813:
Og stígu þar inn, og fundu eigi líkamann Herrans Jesu.
11 Nýja Testamenti Odds Gottskálkssonar. Reykjavík 1988.
177