Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 181
Samanburður á Nýja testamentinu 1813 og 1827
1827:
En er Lærisveinar hans heyrdu þetta, komu þeir, tóku lík hans og l0gdu þad í gr0f.
(G.V./S.E.)
OG hefur hér einnig líkama, en í 1981 er haft lík.
Á tveimur stöðum er orðinu líkami breytt í hræ, þar sem í grísku er
„ptóma” (8.7):
Opb 11,8-9:
1813:
Og þeirra líkamer munu liggia a strætum hinnar miklu borgar, hver andlega kallast
Sódoma og Egyptus, þar vor Drottinn er krossfestur.
Og þeirra líkame munu nockurer af þiódunum, og kynslódunum, og túngumálunum,
og heidingum slá (svo!) í þriá daga, og einn hálfann, og munu eigi þeirra líkame legga
láta í grafer.
1827:
Hræ þeirra munu liggja á stræti borgarinnar ennar miklu, sem í andlegum skilníngi
kallast Sódóma og Egyptaland, hvared og þeirra drottinn er krossfestur. Menn af
ýmsum þjódum, ættqvíslum, túngumálum og fólki munu sjá þeirra hræ í hálfann fjórda
dag og ecki leyfa ad lík þeirra verdi lpgd í legstad. (S.E.)
OG hefur líkama hér, en í 1981 er haft orðið lík.
Þess eru líka dæmi, að orðinu líkami er sleppt, en persónufomafn eða
afturbeygt fomafn er sett í staðinn. í öllum dæmunum er þá „sóma” í
grísku:
Mt 26,12:
1813:
Þat hún hellte sínu smyrslavatne yfer minn líkama, þad gerde hún, at eg yrde
greftradur.
1827:
med þessum smyrslum smurdi hún mig til minnar greftrunar; (G.V./S.E.)
í miðaldatextum er á þessum stað haft líkam.12 OG hefur hér líkama, og
þannig er einnig í 1981.
Mk 5,28/29:
1813:
Og jafnsnart þá uppþurkadest hennar blódbrunnur, og hún fann á sínum líkama, at hún
var heil ordenn af sinne plágu.
1827:
Og strax stpdvadist blódlát hennar og hún fann á sér ad hún var heil ordin meina sinna.
(G.V./S.E.)
12 Ian J. Kirby. Biblical Quotation in Old Ícelandic-Norwegian Religious Literature.
Volume I: Text. Reykjavík 1976.
179