Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 184
Svavar Sigmundsson
OG hefur hold á þessum stað, þar sem 1981 hefur líkama.
Þá eru þess dæmi að hold verður maður, þar sem „sarx” er í grísku:
Mt 19,5-6:
1813:
Og sagde: Fyrer því mun madurenn forláta f0dur og modur, og vera hiá eigenkonu
sinne, og þaug tv0 munu eitt holld vera.
Svo eru þaug nú eigi tv0, helldur eitt holld, þar fyrer, hvad Gud hefir samanteingt, þad
skal madurinn eigi í sundurskilia.
1827:
og mælti: „fyrir þessa S0k skal madurinn yfirgéfa foreldra sína, en sameinast konu
sinni, svo þau bædi séu einn madur,” og þared þau eru nú sídan ecki tveir, heldur einn
madur, svo ber m0nnunum ecki ad skilja þad sundur, er Gud sameinadi. (G.V./S.E.)
OG hefur hold á báðum stöðum, en í 1981 er maður eins og í 1827.
Mk 10,8-9:
1813:
Og þau tv0 skulu vera eitt holld, af því eru þau nú eigi tv0, helldur eitt holld.
1827:
þau eru því ecki framar tveir heldur einn madur; (G.V./S.E.)
OG hefur hold hér, en 1981 maður.
í grískunni er orðið „skenos, skenóma” 'tjald' (8.5) notað um líkamann.
í útgáfunni 1827 er gerð breyting úr hreysi í tjaldbúð:
2 Pt 1,13-14:
1813:
Þvíat eg helld þad tilheyrelegt, svo leinge sem eg em í þessu hreise, at uppvekia, og á
at minna ydur. Því eg veit, at eg mun snarlega mitt hreise afleggia, svo sem vor
Drottinn Jesus Christus hefir mer opennberad.
1827:
En eg held þad rétt svo lengi, sem eg er í þessari tjaldbúd, ad vekja ydur med
áminníngu, því eg veit, ad skammt er ad bída, ad minni tjaldbúd verdi svift, eins og
vor Drottinn Jesús Kristur opinberadi mér. (Á.H.)
Þar sem miðaldatextum er til að dreifa má sjá að oft er samræmi milli
þeirra og OG. Yfirleitt er þar líkami þar sem í latnesku textunum er
corpus, í merkingarsviðinu 8.1, „sóma”. Undantekningar frá þessu eru Mt
26,26, þar sem er hold: þetta er mitt holld, hoc est corpus meum; Mk
5,29: kendi hun sik þegar alheila; 1 Kor 13,3: breNac fyr hans sakar (lat.:
tradidero corpus meum ita ut ardeam) og að síðustu Jk 3,3, þar sem í
miðaldatextum er: Stýrom(!) meN hestom (lat.: et omne corpus illorum
circumferimus) en haft er líkami í OG og þeim útgáfum sem hér er fjallað
um, í 1813: „stiómum líkama” og „rádum vid líkama” í 1827.
182