Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 185
Samanburður á Nýja testamentinu 1813 og 1827
í merkingarþættinum 8.3 þar sem gríska hefur „ho exó anþrópos” 'hinn
ytri maður' í 2 Kor 4,16, er í miðaldatexta haft örðið likame, en OG
breytir þar í „minn ytri maður”. í 1813 og 1827 er „vor ytre madur” eins
og er í 1981.
Á einum stað í 1813 er orðið líf haft þar sem gríska hefur „sóma” en er
breytt í 1827:
Mt 10,28:
1813:
Og hrædest eige þá sem líkamann aflifa, og sálena geta ei líflátid, helldur hrædist þann
framar sem Sálu og Lífe getur tortínt í helvíti.
1827:
Hrædist ecki þá, sem líkhamann deyda, en géta ecki líflátid sálina; hrædist heldur
þann, sem vald hefir ad tortýna bædi sálu og líkhama í helvíti. (G.V./S.E.)
í miðaldatextunum er orðið líkami haft hér (lat.: qui potest animam &
corpus perdere in gehennam) og OG hefur einnig líkama í þessum stað.
Ég hef ekki kannað hvenær orðið líf kemur inn í biblíuþýðinguna en það
má nefna að orðið gat þýtt 'líkami' að fomu, sbr. þýska Leib. Ásgeir
Blöndal Magnússon telur þessa merkingu líklega tökumerkingu úr
þýsku.13 Orðatvenndin „af lífi og sál” merkir í raun sama og „af líkama
og sál”. Dæmi em t.d. úr Barlaams sögu og Maríu sögu.14 Geir Vídalín
hélt þessu orði í textanum en Sveinbjöm Egilsson breytti lífi í líkama.
Sveinbjöm nefnir í orðabók sinni, að líf sé í merk. 'corpus' í Tómassögu
erkibiskups.15
Að síðustu er að líta á merkingarsviðið 8.2 ('líkamlega’). Orðum er
vikið við á tveim stöðum af þremur, þar sem grískan hefur „sómatikos”:
Lk 3,22:
1813:
Og heilagur ande ste ofann í líkamlegre mind yfer hann; sem dofa.
1827:
og Andi Guds steig nidur í sýnilegri mind, eins og dúfa, yfir hann; (G.V./S.E.)
Á hinum ritningarstaðnum er holdi breytt í líkama. Bæði OG og 1981
hafa hér: í líkamlegri mynd.
Kól 2,5:
1813:
Því þó eg se eige þar epter holldenu, þá em eg þó í andanum hiá ydur, fagnande, at eg
siáe ydra skickan og ydra stadfasta trú á Christum.
13 íslensk orðsifjabók. Rvk. 1989.
14 Johan Fritzner. Ordbog over det gamle norske Sprog. Omarbeidet, forpget og
forbedret Udgave. I-III. Kria 1883-1896.
15 Lexicon poeticum antiquœ Lingiue septentrionalis. Conscripsit Sveinbjöm Egilsson.
Hafniæ MDCCCLX.
183