Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 186
Svavar Sigmundsson
1827:
Þó ad eg, ad líkhamanum til, sé fjærlægur, þá er samt hugurinn hjá ydur og gledur sig,
þá hann sjer ydar reglusemi og fastheldni vid trúna á Krist. (J.J.)
OG hefur hér „eftir holdinu”, en útgáfan 1981 „líkamlega fjarlægur”.
Sjá má af dæmunum að útgáfan frá 1813 fylgir oft og einatt Nýja
testamenti Odds, en frá því hefur alloft verið vikið í 1827.
Athyglisvert er, að orðinu líkama er aldrei breytt í hold í 1827. Það
sýnir að merkingarþættir þessara orða eru ekki hinir sömu.
Orðið „sóma” í grísku þýddi OG 86 sinnum með líkama, 3 sinnum með
hold, alltaf um 'sakramentið', 1 sinni með lík, 2 sinnum með hræ (annað
um dýr) og 1 sinni með bein.
Orðið „sarx” í grísku þýddi hann 18 sinnum með hold, 2 sinnum með
holdgan, og 2 sinnum með fn. annar.
Orðið „ptóma” þýddi hann 5 sinnum með líkama en 1 sinni með hræ.
Orðið „kólon” þýddi hann í því eina dæmi sem fyrir kemur, með hræ,
þó um menn væri að ræða.
Eins og áður er sagt er sú breyting greinilegust frá 1813 til 1827 að
'dauður líkami' verður lík eða hræ, og er þar augljóslega vikið frá
bókstafnum, en eðlileg málnotkun íslensku látin ráða.
Þá er vikið frá hefðbundinni notkun orðsins hold fyrir 'sakramentið' í
Mk 14,22 og Lk 22,19, og líkami sett í stað þess í 1827. Á 19. öld hefur
orðið þótt of 'kjötlegt' ef svo má segja, menn hafa ekki viljað túlka
sakramentið sem 'hold'. Merkingarblær orðsins í íslensku kann að hafa
breyst eitthvað frá dögum OG.
I P 2,26 hefur líkami þótt eðlilegra, „minn líkami skal hvíla”, og í P
2,31 hefur á sama hátt „rotnun holdsins” þótt óviðeigandi og smekkur
manna boðið að nefna heldur líkamann. Um önnur dæmi má sama segja.
Merkingarþátturinn 'kjötlegur' hefur orðið sterkari í orðinu hold með
tímanum.
Breytingamar úr líkami í e-t annað orð eru 15 frá 1813 til 1827, en 9
úr e-u öðru orði í líkama, breytingar frá hold í e-t annað orð em 11, en
ekkert um að breytt sé í hold eins og áður segir.
Þar sem orðinu líkami er ekki breytt milli útgáfna er oftast um að ræða
merkinguna 'lifandi líkami', t.d. í Mt 5,29-30, þar sem talað er um limi
líkamans, í Mt 6,22-23 um augað og líkamann, eða í 6,25 um klæðin og
líkamann. í Mt 10,28 er talað um að deyða líkamann.
I Mk 15,43 er hins vegar notað líkami þar sem eðlilegra hefði verið að
breyta í lík, og á sama hátt í Lk 23,52. Sama sagan er í Jh 19,31, 19,38 og
19,40 þar sem líkamir eru á krossunum, en tala hefði mátt um lík ef
samkvæmni hefði verið gætt í 1827.
I merkingunni 'sakramenti' er orðinu líka haldið í Mt 26,26 og 1 Kor
11,24.
í Jk 3,3 (1827) hefði vel mátt sleppa orðinu líkama: rádum vid allann
þeirra líkama (þ.e. hestanna), og setja fomafn í staðinn: stýra þeim.
184