Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 187
Samanburður á Nýja testamentinu 1813 og 1827
í sumum tilvikum hefði mátt breyta orðinu hold í líkama til samræmis,
t.d. 1 Tím 3,16: birtist í holdinu (1827). Hinsvegar virðist hold vera notað
í 1827 fremur þar sem merkingin er 'hið holdlega' í siðferðislegu
samhengi eða í sambandi karls og konu, Rm 7,25: med holdinu ldgmáli
syndarinnar, eða Ef 5,31: þau tv0 verdi eitt hold.
Til samanburðar við þessa málnotkun sem fram kemur í NT 1813 og
1827 verður litið nánar á merkingu þessara orða í fomu máli.
Orðið líkami eða líkamr hafði í fomu máli fyrst og fremst merkinguna
'corpus'16eða 'Legeme'17um mann, lifandi eða dauðan.
Fyrst skal litið á merkinguna 'lifandi maður' í dæmum úr
íslendingasögum og Sturlungu, sem fengin em úr orðstöðulykli, sem
unninn er eftir útgáfum Svarts á hvítu.18
Úr íslendingasögum:
Öll bein hans skulfu, þau sem í voru hans líkama... Fóstb 23:825.
Nú ef þú dýrkar með hreinu hjarta þann guð er þér mun þar boðaður vera þá muntu
verða heill og með heilleik líkamans muntu gleðjast í friði og farsæld þessar veraldar.
ÞórKna 1:2266.
því að hans mannillska og guðníðingsskapur varð mörgum manni til mikils þunga og
óbætilegs skaða andarog líkama. ÞorJar 1:2267.
Úr Sturlungu:
er hann skyldi svo lengi legið hafa úti með heilum líkam og ósköddum. Prest 95:122
og þar á höndum þeim skildist öndin við líkamann. íslsag 269:386.
og tóku báðir þjónustu, hold og blóð Jesú krists í sinn líkama. Svínf 368:563.
á þann tíma sem þeir liðu úr líkama... ÁmBis 12:779.
þær aflausnir sem herra páfinn hafði gefið þeim sem með sínum líkama og af sínum
kosti færu til Jórsala... Árn Bis 25:791.
Þorgils hét maður er hafði meinsemi þá að allur líkamur hans þrútnaði, bæði höfuð
hans og búkur, hendur og fætur. HraSér 4:888.
að forða hans sál frá öllum syndsamlegum hlutum, svo sem líkamanum við öllum
meinsamlegum hlutum ... ÁrnBis 70:836.
að forða hans sálu yið öllum skaðsamlegum hlutum heldur en líkamanum við
hættlegum hlutum... ÁmBis 98:861.
16 Lexicon poeticum.
17 Johan Fritzner.
18 Ritstjórar: Eiríkur Rögnvaldsson og Örnólfur Thorsson. íslendinga sögur og þœttir.
/-///. Ritstjórar: Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Ömólfur
Thorsson. Reykjavík 1987. - Sturlunga saga. /-//. Ritstjóri: Örnólfur Thorsson.
Reykjavik 1988.
185