Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 191
Samanburður á Nýja testamentinu 1813 og 1827
merk. 'corpus’. Þar er orðið hræ notað um 'cadaver' (dauður líkami) og
'funus, mortuum corpus'.24 Orðin „hinn ytri maður” koma ekki
sérstaklega fyrir í skáldamálinu en hinsvegar „innri maðr” um sálina
'animus'. Tvö orð sem notuð voru í fomu máli um líkamann eru ekki
höfð í biblíumáli. Það er búkr og hörund. í skáldamáli var búkur haft um
'corpus': „heilir búkar sana corpora.”. Orðið hömnd er einkum í merk.
'cutis', 'húð' eins og nú, en það var einnig til í merk. 'corpus' og í
guðfræðilegri merkingu, „sensu theol.: hömndar húngr.” Dæmið er úr
Sólarljóðum.25 Af einhverjum merkingarlegum ástæðum hafa þessi orð
ekki komist inn í Biblíuna. Orðið búkur hefur líklega haft neikvæðan
merkingarþátt eins og nú, ’(of) stór'. Hömnd hefur líklega haft fyrst og
fremst merk. 'húð' eins og það hefur enn. Orðið kroppur er sjaldgæft í
elstu textum, en hefur e.t.v. aðallega haft merk. 'bolur', andstætt
útlimir.26 Niðurstaðan af þessari athugun er sú, að í elsta máli íslensku
var merking orðanna hold og líkami nokkuð skýrt afmörkuð: líkami
'corpus', enska 'body' og hold 'caro', enska 'flesh'. Með kristni kemur
orðið „sarx” úr grísku (lat. caro) sem hefur merkingarþættina 'lifandi
líkami', 'hold', en einnig 'maður', 'persóna'. Það hefur áhrif á merkingu
orðsins líkami, þar sem merkingarþátturinn 'lifandi' fær yfirhöndina. í
stað þess verður orðið lík eðlilegra í merk. 'dauður líkami' einvörðungu.
Þetta kemur fram í texta NT 1827 þar sem yfirleitt er valin sú leið að
gera textann munntamari og líkari töluðu máli fremur en fylgja bókstaf
frumtextans, eins og sjá má af dæmunum hér að framan.
Samanburður á þýðingunum tveimur, 1813 og 1827, skýrist, e.t.v.
nokkru betur með því að sýna í mynd hvemig farið er með orðin sem
merkja 'líkami' og 'hold':
Þessar myndir sýna, að í 1813 er mun minni tilbreytni í orðavali í
íslensku en er í 1827. í 1813 er sóma þýtt á 4 ólíka vegu, en á 6 vegu í
1827. 1827 nálgast textann í 1981 sem lítur þannig út í samanburði:
24 Lexicon poeticum.
25 Lexicon poeticum.
26 Johan Fritzner.
189