Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 196
Svavar Sigmundsson
eins og vér fyrir gefum þeim, sem hafa misgiort vid oss; vardveittu oss frá háska,
og frelsa oss frá öllu því, sem oss kann ad skada. (ÍB 507,4to.)27
Sveinbjöm felldi sig ekki við þessa nýstárlegu gerð Faðirvorsins og tók í
stað þess upp hefðbundnari gerð:
Fadir vor þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki: - verdi þinn vilii &
c: géf oss ídag vort daglegt braud, fyrirgéf oss vorar (skuldir - yfirstrikað)
misgiördir, eins og vér fyrir géfum þeim sem oss a moti brióta og leid oss ekki í
ffeistni heldr frelsa oss frá illu. (ÍB 507,4to.)
Stefán Karlsson skrifar rækilega um Faðirvor á öðrum stað í þessu riti og
vísa ég til þeirrar greinar um nánari vitneskju í því efni.
Eins og áður gat þýddi Hallgrímur Scheving Hebreabréfið. Hann færði
ýmislegt til betri vegar og má sjá með samanburði hvemig honum fórst
það. Sýnd eru lok bréfsins:
Heb. 13,20-25:
20.
1813:
Enn Gud fridarens, sá sem út hefir leidt frá daudum hinn mikla hyrder saudanna, fyrer
blód þess eylifa testamentis, vom Drottinn Jesum Christum.
1827:
En Gud fridarins, er uppvakti af dauda Drottinn vom Jesúm Krist hinn mikla hirdir
saudanna fyrir blód þess eilífa sáttmála.
21.
1813:
Hann gere ydur tilbúna í pllu gódu verke, til at gera hans vilia, og efle þad med ydur,
hvad fyrer hpnum þacknæmt er fyrer Jesum Christum, hverum se dyrd, frá eylifd til
eylífdar, Amen.
1827:
hann fullkomni ydur í 0llu gódu verki, til ad gjpra hans vilja, hann, sem fyrir Jesúm
Krist f ydur verkar, þad honum er þóknanlegt; honum sé dýrd um aldir alda, Amen!
22.
1813:
Eg áminne, ydur kærer brædur! hallded mer þat áminningar ord til góda, hvad eg hefe
stuttlega skrifad ydur.
1827:
Eg bid ydur, brædur! ad þér látid ydur ecki mínar upphvatníngar leidast, því fáordt
skrifadi eg ydur.
23.
1813:
Vited þad, at sá bróder Timotheus er laus aftur, med hverum, ef hann skiótlega kemur
eg vil siá ydur.
1827:
Eg læt ydur vita, ad bródir vor Tímótheus hefir fengid lausn, ásamt med hverjum eg
ætla ad sjá ydur, komi hann brádum.
27 Þessi texti er nær samhljóða í Lbs. 5, fol, með eigin hendi Geirs.
194