Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 198
Svavar Sigmundsson
1827:
stjdmur himins hr0pudu nidur á jprdina eins og þá fíkjutré, skakid af stormvindi,
kastar nidur fíkjum sínum;
himininn hvarf eins og samanvafid bókfell og hvert fjall og ey færdst úr stpdvum
sfnum;
8,7:
1813:
Og hinn fyrste engell básunade, og þá gerdest hagl, og elldur med blóde blandadur, og
fell nidur á jdrdena, og þridiúngur triánna brann, og allt þad græna gras brann upp.
1827:
Þegar sá fyrsti básúnadi, vard hagl og eldur blódi blandad og dundi ofan á jprdina; þá
brann þridjúngur jardarinnar og þridjúngur trjánna og allt grængresi.
18,22-23:
1813:
Og saungmannanna rpdd og þeirra sem slá strenge, og þeirra sem i pipur blása, og
basúnur, skulu eigi framar meir heyrast i þer, og engen embættes madur, hvers sem
hellst embættis hann er, skal meir i þer funden verda, og kvemar hliód skal eigi meir i
þer heyrt verda.
Og lióme lióssens skal eigi framar meir skína i þer. Og rpdd brúdgumans og brúdennar
skal eigi framar meir í þer heyrd verda.
1827:
Hprpusláttur, saunglist, pípu hljómur og lúdra gángur skal ecki framar heyrast í þér.
Engir íþróttamenn nockurrar íþróttar skulu framar finnast í þér, enginn qvamar þytur
skal framar heyrast í þér.
Ljósabirta skal ecki framar sjást í þér, engin raust brúdguma og brúdur skal framar
heyrast í þér;
Það má ljóst vera að ekki hefur kona komið við sögu íslenskra biblíu-
þýðinga fyrr en Guðrún Kvaran nú nýverið, sbr. bls. 8. Hinsvegar gætu
konur átt einhvern þátt í þeim, þó að þess sé ekki getið. I ævisögu
Sveinbjamar Egilssonar eftir Jón Amason þjóðsagnasafnara og lærisvein
hans, sem birtist með útgáfunni á ljóðmælum Sveinbjamar 1856, segir Jón
um samskipti þeirra hjóna, Helgu Benediktsdóttur Gröndal og hans á þessa
leið:
Þrávalt las hann henni, það sem hann var að rita og semja; gerði hann það bæði
henni til skemtunar, og svo til þess að heyra álit hennar um það; því bæði var það,
að þar gat hann átt von á hreinskilnum og þó undir eins græskulausum dómi, sem
hún var, og annað það, að hún bar gott skyn á alt fagurt, og fann fljótt, það er vel
átti við í hvívetna; jafnframt gerði hann þetta til þess, að ná hjá henni orðatiltækjum,
sem betur ættu við, jafnvel þó hver sá, er les rit hans, hljóti fljótt að gánga úr
skugga um, að hann hafi verið einhver orðheppnasti maður.28
Þess vegna er ekki ólíklegt að Helga eigi eitthvað í þeim orðatiltækjum
sem prýða þýðinguna.
28 LjóÖmœli Sveinbjarnar Egilssonar. Önnur útgáfa. Snorri Hjartarson gaf út. Rvk.
1952, 42.
196