Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 200
Svavar Sigmundsson
6,13. Dæmi eru þó um hið gagnstæða, að fomafhið standi á undan í 1827:
einn hans afkomenda P 2,30; ydar leidtogum Heb 13,24.
Tengiorðunum einn ... annann er breytt í annann ... hinn Jh 20,12.
í 1813 er tilhneiging til að hafa sögn í persónuhætti síðast í
sagnasambandi, en því er oft breytt í 1827: þat fyrer ydur gefid verdur >
sem fyrir ydur verdur géfinn Lk 22,19; í einu holldi vera > verda einn
líkami 1 Kor 6,16; hvad fyrer hpnum þacknæmt er > þad honum er
þóknanlegt Heb 13,21.
Sama er að segja um lýsingarhátt þátíðar í samsettri tíð: hafde hpnum
med eyde fyrerheited > hafdi svarid honum P 2,30; eige ... rotnan sed >
mundi ecki sjá rotnun P 2,31; hefir mer opennberad > opinberadi mér 2
Pt 1,14; sálena geta ei líflátid > géta ecki líflátid sálina Mt 10,28.
Fomafnið yðar er beygt í 1813, en óbeygt í 1827: ydra skickan > ydar
reglusemi Kól 2,5; ydmm læmmm > ydar leidtogum Heb 13,24.
Spumarfomafninu hver sem tilvísunarfomafni er breytt: hver hann >
sá, sem 1 Kor 6,16; hvad fyrer hpnum þacknæmt er > þad honum er
þóknanlegt Heb 13,21; hvad eg hefe stuttlega skrifad ydur > því fáordt
skrifadi eg ydur Heb 13,22; hvemm se dyrd > honum sé dýrd Heb 13,21.
Tíðartengingin nær > þegar: nær mennemer forsmá ydur > þegar
menn atyrda ydur Mt 5,11.
Þátíð sagnarinnar sté > steig: ste ofann > steig nidur Lk 3,22.
Mörg þessara atriða eru tengd málhreinsun, þar sem erlendum
máláhrifum er breytt til íslenskara horfs.
Lesendum er sjálfum látið það eftir að meta hvort eftirfarandi
breytingar em í átt til óveglegra máls og hversdagslegra:
þad verdur útsnarad, og verdur fóttrodid > nema ad útkastast og fótum
trodast Mt 5,13;
lukust upp > opnudust Mt 27,52;
sváfu > vóm daudir Mt 27,52;
skipade ... at hpnum skyllde fást hann > lét afhenda honum þad Mt
27,58-59;
jafnsnart > strax Mk 5,28;
spgdu sig sed hafa englanna sióner > þóktust hafa sjed engla Lk 24,22-
23;
magt > valdstétt Rm 13,1;
uppvekia, og á at minna > vekja ydur med áminníngu 2 Pt 1,13;
testamentis > sáttmála Heb 13,20;
frá eylifd til eylífdar > um aldir alda Heb 13,21;
affleyger > kastar nidur Opb 6,13
allt þad græna gras > allt grængresi Opb 8,7.
nockurer af þiódunum > Menn af ýmsum þjódum Opb 11,9;
í þriá daga, og einn hálfann > í hálfann fjórda dag Opb 11,9;
embættis > íþróttar Opb 18,22.
198