Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 201
Samanburður á Nýja tesiamentinu 1813 og 1827
Það sem Eiríkur kallar að skorti á „nægan kunnugleik á biblíuþýðingar
reglum” er e.t.v. þau frávik frá ströngum bókstaf frumtexta sem þýðingin
1827 virðist stundum hafa. Eiríkur var þó hallari undir það sjónarmið að
textinn ætti að vera nær munntamri íslensku en t.d. Guðbrandur áleit. En
hvað sem því líður, má segja að NT 1827 sé verulegur áfangi til
endumýjunar biblíumálsins á sínum tíma þar sem daglegu máli og
hversdagsræðu er gefinn meiri gaumur en áður jafnframt því sem
málhreinsun er áberandi þáttur í hinni nýju þýðingu.
Samantekt
Grein þessi fjallar um íslenska þýðingu Nýja testamentisins sem út kom
1827 og samanburð hennar við útgáfu Biblíunnar næst á undan, frá 1813.
Hið íslenska Biblíufélag var stofnað árið 1815 og hófst það handa um að
vinna að nýrri þýðingu, þar sem gagnrýni hafði komið fram á fyrri
þýðingar og kröfur voru uppi um gagngerar breytingar. Fengnir vom 7
menn til að þýða Nýja testamentið að nýju, biskup landsins, kennarar í
skólanum á Bessastöðum, prestur og dómstjóri. Endurskoðunin var ekki
alger en ýmis ónákvæmni textans var lagfærð og málið hreinsað talsvert
af erlendum orðum. Ýmsum máleinkennum, einkum orðaröð, var breytt
um leið og textinn var færður í átt til daglegs máls.
Hér hefur einkum verið gerður samanburður á notkun orða á einu
tilteknu merkingarsviði, um líkamann, og er þar tekið mið af
merkingarflokkun Nida og Louws í Greek-English Lexicon of the New
Testament. Bomir hafa verið saman staðir í þýðingunum 1813 og 1827
með tilliti til þess hvemig orð á þessu sviði í grísku em þýdd á íslensku.
Stuðst er við orðstöðulykil að íslensku biblíuþýðingunni frá 1981, sem
verið er að vinna að sem samstarfsverkefni nokkurra stofnana í Háskóla
íslands, fyrsta tölvuunna lykil að íslensku Biblíunni.
Niðurstaðan af þessum samanburði er einkum sú, að breytingin sem
gerð er í 1827 felst í því að dregið er úr notkun orðsins líkami frá útg.
1813. í stað orðsins í merk. 'dauður líkami' er yfirleitt notað lík, sem ekki
var í 1813. Þar var notað orðið hræ fyrir sóma, ptóma og kólon. í öðrum
tilvikum, þar sem orðið merkir 'lifandi líkami' er meiri tilbreytni í
orðum, notað orðið maður, persónufomafn (ég) eða ^émafn (Jesú), þar
sem líkami, líf (í einu dæmi) og hold var í 1813. í merk. 'líkami Krists'
er yfirleitt líkami í 1827, þar sem hold var í 1813. Þýðendum 1827 hefur
e.t.v. þótt orðið hold hafa of 'kjötlegan' merkingarþátt til þess að vera
nothæft í þessari merkingu. í 1827 er orðið hreysi fellt niður sem þýðing
á gr. skenos, en tjaldbúð aðeins höfð. Orðið hreysi hefur í fomu máli
íslensku merkingarþáttinn 'úr steini' en ekki í nútímaíslensku. Þetta sýnir
(sbr. mynd) að fjölbreytni í orðavali eykst í 1827 og nálgast textinn mun
meir samtímamálnotkun að ætla má.
Notkun orðanna líkami og hold í fomíslenskum textum, íslend-
ingasögum og Sturlungu, er borin saman við Biblíuna 1813. Þar er stuðst
við nýjan orðstöðulykil um íslendingasögur og Sturlungu, sem unnið
hefur verið að í Háskóla íslands. í sögunum er orðið lfkami notað nokkm
199