Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 202
Svavar Sigmundsson
oftar um 'dauðan líkama' en 'lifandi' og aðeins oftar um 'líkama Krists' en
orðið hold, og þá eingöngu í Sturlungu. Orðið hold er í þessum
sögutextum nær eingöngu haft um 'kjöt' með e.t.v. einni undantekningu.
I norrænum miðaldaþýðingum á biblíutextum eru orðin líkami og hold
yfirleitt í samræmi við latnesku fyrirmyndimar corpus og caro, og kann
latínan að hafa ráðið nokkru um það hvemig orðum var hagað í elstu
þýðingum, og síðan í elsta útgefna NT á íslensku 1540. Þar er þó orðið
hold haft um 'corpus Christi'. En sú þýðing er að mörgu leyti lítt breytt í
útgáfunni 1813. Það er því á margan hátt órofin hefð frá 1540 til 1813 í
biblíuþýðingunum. Hún er rofin 1827 þó að ýmsu sé haldið þar af ágætu
orðfæri úr þýðingunni frá 1540.
I greininni eru sýnd dæmi um vinnubrögð þýðenda við verkið, m.a.
hvemig Geir biskup Vídalín þýddi samstofna guðspjöllin að nýju og hvaða
breytingum þær þýðingar tóku við yfirlestur og endurskoðun
Sveinbjamar Egilssonar, sem farið var eftir við prentun. M.a. þýddi Geir
Vídalín Faðirvor á alveg nýjan hátt, en Sveinbjöm færði það aftur til
hefðbundins orðalags. Sveinbjöm þýddi Opinberunarbókina á einstaklega
glæsilegt mál.
Ekki er vitað mikið um viðbrögð fólks við NT 1827, en þegar frá leið
þótti orðfærið of óveglegt og hversdagslegt, svo að þegar við
heildarútgáfu endurskoðaðrar Biblíu 1841 var sumu í þýðingunni breytt
aftur. Fæstir em í vafa um að þýðingin 1827 var um margt íslenskulegri
en flestar fyrri þýðingar, þar sem meðvitund um málhreinsun var sterk á
þessum tíma, en suma þýðenduma þótti þó skorta smekk og skynbragð á
mál. Auk þess þótti mönnum um 1870, þegar þessi mál vom til umræðu,
að skort hefði nægan kunnugleik á reglum um biblíuþýðingar. En hvað
sem því líður má segja að þýðingin 1827 hafi verið merk tilraun til að
losa textann úr viðjum bókstafsins og vemlegur áfangi til endumýjunar
biblíumálsins á sínum tíma.
Summary
This article discusses the Icelandic translation of the New Testament
published in 1827 and compares it with the Icelandic Bible edition of
1813. The Icelandic Bible Society was founded in 1815 and began
immediate work on a new Bible translation in the light of the fact that
previous translations had been criticized and thoroughgoing revisions had
been demanded. A seven-man committee was appointed to make a revised
translation of the New Testament: the Bishop of Iceland, teachers from the
Grammar School at Bessastaðir, a minister and a chief justice. While the
revision was not complete, various inexactitudes in the text were
corrected, a considerable number of foreign words removed, other items,
in particular word order, were improved, and the whole text brought into
greater conformity with colloquial Icelandic.
The focus of this article is a comparison of the use of words for the
body in the 1813 and 1827 Bible editions. Account is taken of the semantic
200