Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 207
Sundurgreinilegar tungur
síðustu öld. Þessar ástæður gefa að sönnu ærin tilefni til að sjá í gegnum
fingur við misfellumar sem leynast kunna í verki Odds.
Um síðast nefndu ástæðuna gegnir reyndar sama máli og um stílsnilld
Odds. Það má deila um sannleiksgildi hennar. Sennilega var Jón Helgason
fyrstur manna til að draga í efa hugmyndina um að danskar guðsorða-
bækur hefðu flætt yfir þjóðina og danska þar með orðið opinbert mál
íslenskrar kirkju ef ekki hefði komið til þýðingar Odds. Efasemdir sínar
byggði Jón annars vegar á því meginviðhorfi siðbreytingarmanna að
guðsorðið skyldi boða á því máli sem alþýðan talaði, en hins vegar á
þeirri skoðun að danskan hefði verið ill- eða óskiljanleg öllum almenningi
hér á landi þrátt fyrir náinn skyldleika málanna.
Varje tanke pá införande av danskt kyrkosprák i den islándska gudstjánsten máste
dárför synas i strid med reformatíonens store krav, att ocksá allmogen skulle följa med
i det som blev predikat och sjunget i kyrkan.6
Að þessu leyti var staða íslendinga á siðbreytingaröld allt önnur en
Norðmanna sem áttu mun hægara með að skilja danska tungu.
Og Norðmenn voru ekki aðeins móttækilegri fyrir dönskum áhrifum
en íslendingar vegna þess hve norska og danska voru lík mál. Staða þeirra
var einnig mun veikari en Islendinga vegna bágborins ástands innlendra
ritmennta. Þannig höfðu þeir slitið nánast öll tengsl sín við fomar norsk-
íslenskar bókmenntir þegar á 14. öld og þar með rofið samfellu og
stöðugleika eigin bókmáls. Þetta gerði aðstæður þeirra ákaflega erfiðar:
„það hefði verið nærri óvinnandi þrekvirki að þýða biflíuna á norsku
siðskiptatímans, þar sem ekki var um að ræða neina fasta norska rit-
hefð“.7
Hér á landi lifðu fomar og nýjar ritmenntir hins vegar allgóðu lífi
meðal almennings. Hætt er því við að valdbeiting í mállegu tilliti hefði
mætt öflugri mótspymu. Og eins og bent hefur verið á hefði slíkt auk
þess getað orðið vatn á myllu andstæðinga siðbreytingarinnar:
Þegar hugsað er til þeirrar rithefðar sem fyrir var í landinu, má augljóst vera að
íslenskum siðbreytendum hefur ekki þótt annað koma til greina en að ldrkjan eignaðist
öll hin nauðsynlegustu rit til kristnihalds á móðurmálinu, enda hefði breyttur siður
staðið æði höllum fæti, ef danskar guðsorðabækur hefðu átt að keppa við það innlenda
lestrarefni sem til var í landinu — annað hvort veraldlegt eða pápískt.8
Flest bendir til þess að dönsk stjómvöld, jafnt andleg sem veraldleg, hafi
skilið sérstöðu íslendinga og að hvorki var gerlegt né skynsamlegt að
bjóða þeim danska texta. Hvergi verður heldur vart nokkurra alvarlegra
tilhneiginga í þá átt. Þvert á móti lögðu stjómvöld kapp á að greiða sem
best götu íslenskra þýðinga. I nýlegri grein staðhæfir Allan Karker
Jón Helgason 1931, s. 38.
Ámi Böðvarsson 1964, s. 186.
Stefán Karlsson 1984, s. 51.
6
7
8
205