Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 208
Þórir Óskarsson
jafnvel að „Christian 3. udnyttede det islandske sprog politisk til at
fremme den lutherske reformation pá Island“.9
í þessu samhengi má geta bréfs Kristjáns konungs sem prentað er
framan við Nýja testamenti Odds. Þar býður hann að íslensk þýðing „Otte
Norske“ sé prentuð „da pá det at den almægtigste guds lov og ære má
formeres og den menige mand, som bygge og bo pá vort land Island og
ikke fuldkommeligen kunne forstá andre tungemál, má des bedre blive
undervist udi den hellige skrift, som dennen er nytteligt til deres
salighed" (3).
Fleiri ástæður en sáluhjálp landsmanna hafa valdið því að dönskum
stjómvöldum hefur verið umhugað um að siðbreytingin gengi fljótt og
vel fyrir sig á íslandi. Þar vom einnig í veði miklir stjómmálalegir og
fjárhagslegir hagsmunir. Þess vegna hefur öllum aðiljum málsins trúlega
þótt bæði rétt og skylt að íslendingar fengju Nýja testamentið sem fyrst á
móðurmáli sínu. Spumingin hefur ekki verið sú hvort eða hvenær það
yrði þýtt á íslensku, heldur hvemig að því yrði staðið.
Tengsl Odds við nútímann
Talið er að Oddur Gottskálksson hafi unnið að þýðingu sinni á um það bil
þremur ámm, eða frá haustdögum 1536 til sama tíma ársins 1539. Hinn
9. nóvember þess árs gaf Kristján þriðji út áður nefnt konungsbréf og
örfáum mánuðum síðar, þ.e. 12. apríl 1540, var prentun að fullu lokið.
Þessi mikli hraði sýnir vel bráðlæti siðbreytingarmanna að koma Nýja
testamentinu út. Hér var enda á ferðinni mikilvægur nytjatexti við að
vinna hinum nýja sið fylgi og snúa mönnum „til sannrar undirstöðu
réttferðugrar trúar“, svo að vitnað sé í eftirmála Odds að Nýja
testamentinu (566).
Vinnsluhraðinn setur víða mark sitt á þýðingu Odds. Allt of sjaldan
hefur hann gefið sér nægjanlegt tóm til að fága og samræma málfarið,
finna eða smíða hentug orð yfir ókunnugleg hugtök og fyrirbæri, velta
fyrir sér eðlilegum beygingarmyndum orða, eða lagfæra orðaröð og
setningaskipun. f þessu tilliti hefur hann haft næsta lítið aðhald frá
samtímamönnum sínum sem hirtu lítt eða ekki um málvemd eða
málvöndun.
Þrátt fyrir þessa annmarka hefur líklega fátt það sem ritað var á þeim
aldahvörfum íslenskrar menningar sem siðbreytingartíminn var haldið
betur gildi sínu en þýðing Odds. Þessu til stuðnings hefur því verið haldið
fram að Oddur eigi meira í þeim texta Nýja testamentisins sem nú er
almennt notaður en nokkur einn maður annar.10 Einnig hefur verið sýnt
fram á að hlutfallslega standi meira eftir af þýðingu Odds í íslenskri
nútímaútgáfu (frá 1912) en af þýðingu Lúthers í sambærilegri þýskri
útgáfu.* 11
9 Allan Karker 1988, s. 165.
10 Sigurbjöm Einarsson 1988, s. xx.
11 Tryggvi Þórhallsson 1989, s. 98-99.
206