Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 214
Þórir Óskarsson
eygingarmyndir eiginnafna: Pétur — Petrus; Jakob — Jakobus; Maríu —
Mariam.
Pýðingaraðferð Odds
Oft er vandséð hvenær erlend áhrif í þýðingu Odds stafa af meðvitaðri
málnotkun og hvenær þau hrjóta óvart úr penna hans sem afleiðing af
þýðingaraðferð hans.
í bók sinni um Nýja testamenti Odds telur Jón Helgason að Oddur hafi
einkum byggt þýðingu sína á þremur frumritum, tveim latneskum,
Vúlgatabiblíunni og þýðingu Erasmusar frá Rotterdam, og þýskri
þýðingu Lúthers sem sé „yfirleitt aðalfrumrit NT“.19 Hér verður
eingöngu tekið mið af tengslum Odds við þýðingu Lúthers og Vúlgata-
biblíuna, en þær hafa bæði haft mikil og auðsæ áhrif á málfar Odds.
Ljóst er að mál og stíll þýddra rita hlýtur óhjákvæmilega að litast mjög
af þýðingaraðferðinni sem beitt er hverju sinni. Stundum er talað um
nokkrar meginstefnur við þýðingar sem renna að vísu oft saman. I fyrsta
lagi eru þær þýðingar þar sem reynt er að koma á formlegri samsvörun
(„formlegu jafngildi") við frumritin með því að láta orð mæta orði og
setningu mæta setningu. Hér er fyrst og fremst stefnt að því að koma
textanum og merkingu hans nákvæmlega til skila en minna hugað að því
að gera hann aðgengilegan eða auðveldan almennum lesendum. í öðru
lagi eru þær þýðingar þar sem leitast er við að fella hugmyndimar sem
um er rætt að málkerfi og menningu viðtakenda (,,áhrifa-jafngildi“) þótt
slíkt kunni stundum að kosta einhver efnisleg frávik frá frumtextunum.
Að lokum eru svo frjálsar þýðingar sem grundvallast á hvers konar
umritun efnisins, endursögnum og útdráttum eða viðaukum og
skýringum.
Þegar þýðing Odds er skoðuð sést að hún hneigist í gmndvallaratriðum
að fyrst nefndu stefnunni. Að þessu leyti greinist hún bæði frá þýskri
þýðingu Lúthers, þar sem leitast var við að gefa efninu innlendan búning,
og fomum norrænum biblíuþýðingum (Stjóm), þar sem aðallega var
fylgt hinni frjálsu þýðingaraðferð, þó að einstaka ritningargreinar væm
líka þýddar orðrétt.
Af skiljanlegum ástæðum gat Oddur tæpast tekið mið af síðast nefndu
þýðingaraðferðinni. Andstætt fmmkvöðlum kristninnar hér á landi, sem
fylgdu þeirri meginhugmynd að kynna mönnum grundvallaratriði
trúarinnar á sem einfaldastan hátt, var markmið hans lfkt og annarra
siðbreytingarmanna að koma eiginlegri orðræðu Nýja testamentisins
réttri og hreinni til almennings.20 Fátt bendir hins vegar til þess að Oddur
hafi verið kunnugur viðhorfum Lúthers til þýðinga, en þau em að mörgu
leyti mjög nútímaleg, og ekki síst hljóta þau að höfða til þeirra smáþjóða
sem kappkosta að halda tungumáli sínu hreinu og vönduðu en þó eðlilegu.
19 Jón Helgason 1929, s. 176.
20 Sbr. formála Lúthers að Nýja testamentinu sem Oddur birtir fyrir þýðingu sinni, s.
4-8.
212