Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 215
Sundurgreinilegar tungur
Þannig taldi Lúther að orðréttar eða bókstafstrúar þýðingar væru í
hæsta máta óheppilegar. Með þeim væri ekki aðeins borinn fyrir borð
hlutur móðurmálsins og innlendrar menningar, heldur hlytu
hugmyndimar einnig að verða framandi öllum almenningi. I sínum eigin
þýðingum á Nýja testamentinu forðaðist hann því að láta latneska
frumtextann ráða ferðinni. Þess í stað spurði hann jafnan hvemig
þýskumælandi maður hefði orðað hugmyndimar sem settar em fram og
leitaðist þannig við að endurvekja tungutak almennings, hvort heldur mál
móðurinnar á heimilinu, bamsins á götunni eða mannsins á torginu.21
Skemmtilegar em hugleiðingar Lúthers um það hvemig þýða beri á
þýsku einstaka ritningargreinar Nýja testamentisins, til að mynda alkunna
kveðju Gabríels erkiengils til Maríu guðsmóður (Lk 1:28). í
Vúlgatabiblíunni latnesku hljóðar hún svo: „Ave [Maria], gratia plena.“
Hér benti Lúther á að orðrétt þýsk þýðing væri: „Gegrússet seist du,
Maria, voll Gnaden“, þ.e. „Heil sért þú, María, full náðar“.
En er þetta eðlilegt mál? spurði Lúther. Hvenær segja Þjóðverjar að
einhver sé „fullur náðar“? Eða hvemig myndu þeir skilja slíkt
orðasamband? Yrði þeim ekki bara hugsað til fullrar bjórkrúsar eða
peningapyngju? Af þessum sökum sagðist hann hafa þýtt: „Gegriisset
seistu holdselige", þ.e. „Heil sértu, elskuleg". En helst, sagði Lúther, hefði
hann viljað getað gripið til hinnar almennu þýsku kveðju: „Gott grússe
dich, du liebe Maria“, eða með orðum kerlingar: „Sælar verið þér, heillin
góð“. Betri þýsku og innilegri kveðju væri ekki hægt að hugsa sér, og
þannig hefði engillinn án efa ávarpað Maríu ef hann hefði mælt á þýska
tungu.
Þegar Nýja testamenti Odds er skoðað með tilliti til hugleiðinga
Lúthers sést vel munurinn á þýðingaraðferðum þeirra. Þannig þýðir
Oddur kveðju engilsins líkt og Lúther varar við að gert sé, þ.e. orðrétt:
„Heil sért þú, náðarfulla“ (117).
Þessi trúmennska Odds við erlend frumrit sín setur sterkan svip á
þýðingu hans, ekki aðeins orðaforðann, eins og áður hefur verið vikið að,
heldur einnig orðskipun, setningagerð og stíl. Oft verður málnotkunin
fyrir vikið æði stirð og óíslenskuleg. Innskotssetningar em tíðar, sagnir í
aukasetningum koma gjama seinast, sagnir í lýsingarhætti nútíðar og
þátíðar em notaðar í stað sagna í persónuhætti, eignarfallseinkunnir eða
eignarfornöfn standa á undan þeim orðum sem þau vísa til og
spurnarfomöfn eru notuð í tilvísunarmerkingu. Auk þessa innleiðir
Oddur víða setningarliði sem ekki em eiginlegir í íslensku máli, svo sem
dativus absolutus eða ablativus absolutus.
Hér verða birtir tveir stuttir kaflar úr Nýja testamenti Odds, þar sem
finna má fjölmörg dæmi um slíka málnotkun og til hliðsjónar hafðar
þýðingar Lúthers og Vúlgatabiblíunnar. Fyrra dæmið er Mt 16:5-7 en
það síðara P 1:9-11.
21 Martin Luther 1958, s. 9-20.
213