Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 216
Þórir Óskarsson
Þýðing Odds:
Og er hans lærisveinar voru yfír um famir, höfðu þeir gleymt brauð með sér að taka.
En Jesús sagði til þeirra: Sjáið til og vaktið yður við súrdeigi þeirra faríseis og
saddúkeis. Þá þenktu þeir méð sér og sögðu: Það mun vera það vær höfum eigi brauð
með oss tekið. (42)
Þýðing Lúthers:
Vnd da seine Jiinger waren hinuber gefaren, hatten sie vergessen Brot mit sich zu
nemen. Jhesus aber sprach zu jnen. Sehet zu, vnd hiitet euch fur dem Sawerteig der
Phariseer vnd Saduceer. Da dachten sie bey sich selbs, vnd sprachen. Das wirds sein,
das wir nicht haben Brot mit vns genommen.
Þýðing Odds:
Og er hann hafði þetta sagt, var hann þeim ásjáöndum upp numinn, og skýið tók hann
upp í burt frá þeirra augum. Og er þeir horfðu upp eftir honum til himins faranda, sjá,
að tveir menn stóðu hjá þeim í hvítum klæðum, hveijir og sögðu: (235)
Vúlgata:
Et cum haec dixisset, videntibus illis, elevatus est, et nubes suscepit eum ab oculis
eorum. Cumque intuerentur in caelum eunte illo, ecce duo viri astiterunt iuxta illos in
vestibus albis, qui et dixerunt:
Leiða má að því nokkrar líkur að þessi þýðingaraðferð Odds sé ein helsta
orsök þess hve ójafn texti hans er.22 Hann er einfaldur og skýr þegar
frumritin eru einföld, en stirður og annarlegur þegar málnotkun þeirra
er öðru vísi en tíðkast í íslensku máli.
En þrátt fyrir þessa og aðra annmarka, sem rekja má beint eða óbeint
til erlendra áhrifa, virðist sem íslensk tunga hafi í heild hagnast á því að
Oddur þýddi Nýja testamentið úr jafn ólíkum málum og þýska og latína
eru. Hvað eftir annað hefur hann orðið að velja milli tveggja mismunandi
leiða við að koma frásögnum og hugmyndum á framfæri, eða finna
þriðju leiðina. Víða sést að þetta val hefur orðið til þess að draga nokkuð
úr séreinkennum erlendu málanna. Gleggstu dæmin um óíslenskulega
málnotkun eru hins vegar þar sem Oddur hefur eingöngu eða aðallega
stuðst við annað málið. Þetta má skýra með dæmi.
í þýðingu Odds koma þýsk tökuorð með forskeytinu „bí-“ alls 24
sinnum fyrir. Fjöldi þessara orða er hvorki tiltökumál né undrunarefni
þegar ritunartíminn er hafður í huga. Ekki kemur heldur á óvart sú
staðreynd að oftast er hægt að rekja orðin beint til texta Lúthers. Sögnin
bífala svarar til „befehlen”, bítala til „bezahlen”, bíhalda til „behalten”,
bígera til „begehren”, o.s.frv. Einungis þrjú dæmi eru um sjálfstæða
notkun: „þeir bíginntu“ (112, spáss.) svarar til „Sie fiengen an“ hjá
Lúther, „og bívísar" (399 og 501) svarar til „und zeigt“. Það sem vekur
hins vegar athygli er hve orðin dreifast ójafnt innan þeirrar heildar sem
þýðing Odds er. Þannig koma átta af orðunum, eða þriðjungur þeirra,
fyrir í formálum Lúthers sem þó eru samtals ekki nema um það bil 48
blaðsíður. Þetta þýðir að orðin koma þar að meðaltali fyrir með sex síðna
22 Sbr. ummæli Kristjáns Búasonar 1988, s. 93, um nokkur einkenni „bókstaflegra
þýðinga."
214