Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 218
Þórir Óskarsson
texta Vulgötu, enda ekki um auðugan garð að gresja hjá Lúther sem
þrítekur sömu sögnina, „aufhören“, þar sem Oddur hefur hjaðna, slota og
linna.
Annað athyglisvert dæmi um fjölbreytilega málnotkun Odds er
íslenskun hans á hebreska staðarheitinu Golgata. Þessi staður er jafnan
nefndur „Scheddelstet“ í þýðingu Lúthers en „Calvariæ locus“ í Vúlgötu.
í Lk 23:33 og Jh 19:17 þýðir Oddur heiti staðarins orðrétt sem
„Höfuðskeljarstaður“ (179, 228). í Mt 27:33 segir hann hins vegar:
„Golgata, hvað er þýðist aftökustaður“ (70) og í Mk 15:22 bregður hann
fyrir sig íslensku orði sem hljómar líkt og það hebreska: „Golgata, það
þýðist gálgaklettur“ (112). Hér er eins og Oddur hafi haft þrenns konar
markmið í huga. í fyrsta lagi að gefa nákvæma þýðingu, í öðru lagi að
minna á hvers eðlis staðurinn var og í þriðja lagi að koma á hljómrænni
samsvörun milli íslenska orðsins og þess hebreska. Þannig má segja að
hann komi til móts við allar þrjár þýðingaraðferðimar sem nefndar vom
hér að framan.
Dæmin sem hér hafa verið tekin um frávik Odds frá frumritunum í
formi breytileika í máli em trúlega vel innan þeirra takmarka sem telja
má eðlileg þegar um það er að ræða að flytja merkingu af einu máli á
annað. Fyrir kemur hins vegar að breytileikinn verður á kostnað skýrrar
eða nákvæmrar þýðingar. Þannig fá orð og fyrirbæri stundum
aukamerkingu sem ekki er staður fyrir í frumtextunum. Algengast er
þetta í þýðingu Odds á formálum Lúthers. í hinum almenna formála
Lúthers fyrir Nýja testamentinu kemur lýsingarorðið „gut“ til dæmis
fjórum sinnum fyrir þegar greint er frá merkingu gríska orðsins
„evangelium": „Denn Evangelium ist ein griechisch Wort, vnd heisst auff
deutsch, gute Botschafft, gute Mehre, gute Newzeitung, gut Geschrei“.
Hér þýðir Oddur „gut“ sífellt með nýju og nýju orði eða orðasambandi og
endar þannig æði langt frá upprunalegri hugsun Lúthers: „Því að
evangelium er eitt girskt orð og þýðist á norrænu gleðilegur boðskapur,
góður gróði, ný Ijúfleg tíðindi, eitt œskilegt siguróp“ (5).
Breytileiki í máli kemur stundum nokkuð niður á innra samræmi
textans sem heildar. Þetta sést sérstaklega vel í þeim ritningargreinum
guðspjallanna sem eru að stofni til samhljóða. Hér skal til dæmis bent á
Mk 8:35-38 og Lk 9:24-27. Með örfáum undantekningum ber þessum
ritningargreinum fullkomlega saman, hvort heldur fylgt er Vúlgötu,
þýðingu Lúthers eða íslensku þýðingunni frá 1981. Hjá Oddi gegnir hins
vegar allt öðru máli. Hann virðist tæpast geta sætt sig við að sama orðið
komi fyrir nema á öðrum staðnum. Og þar sem ritningargreinamar eru
bomar uppi af hugmyndum sem koma fyrir aftur og aftur, hvort heldur í
formi beinna endurtekninga, þversagna eða krossbragða, verða þær í
meðfömm Odds að sannkölluðum sjóði samheita og andheita:
Mk 8:35-38.
Því hver hann stundar á að forvara sitt líf, sá mun því tortýna, og hver hann lætur sitt
h'f fyrir mínar sakir og guðsspjallanna, sá hefir varðveitt það. Því að hvað stoðaði það
manninum þótt hann eignaðist allan heim og gjörði svo þar með glatan sinnar sálu?
216