Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 220
Þórir Óskarsson
einna mest varða vandaða og góða íslensku og taldi að móðurmálið þyrfti
hvorki „úr öðrum tungumálum orð til láns að taka, eða brákað mál né
bögur að þiggja“.24
Þau þjóðlegu viðhorf til íslensks máls sem fommenntastefnan bar með
sér á síðara hluta 16. aldar sjást enn betur þegar texti Odds er borinn
saman við endurskoðaða útgáfu Guðbrands á Nýja testamentinu sem
prentuð var sérstök á Hólum árið 1609, að öllum líkindum undir
handarjaðri Amgríms Jónssonar lærða. I þessari útgáfu vom gerðar
ennþá meiri breytingar á texta Odds þótt enn væri hann að sönnu
uppistaðan. Þessar breytingar höfðu það meginmark að færa textann nær
eðlilegu samtíðarmáli, lagfæra orðalag og eyða ambögum og
útlenskuslettum.
Hér verða sýnd nokkur dæmi um þessar breytingar. Að öðm leyti er
vísað til ritgerðar Jakobs Benediktssonar um Amgrím lærða og íslenska
málhreinsun.25
Þýðing Odds (Mt 20:18):
Sjáið, vér reisum nú upp til Jerúsalem. Og mannsins son mun ofurseljast
kennimannahöfðingjum og skriftlærðum. Og þeir munu hann fordæma til dauða og
ofurselja hann heiðingjum til spottunar, húðstrokunar og til krossfestunar. (50-51)
Nýja testamentið 1609:
Sjáið, vér förum nú upp til Jerúsalem. Og mannsins son mun í hendur seljast
kennimannahöfðingjum og skriftlærðum. Og þeir munu hann fordæma til dauða og fá
hann í hendur heiðingjum svo hann verði spottaður, húðstrýktur og krossfestur.
Þýðing Odds (Mt 21:17):
Og hann forlét þá og gekk út af borginni til Betania og bleif þar. (52)
Nýja testamentið 1609:
Og hann fór ffá þeim og gekk út af borginni til Betania og dvaldist þar.
Þýðing Odds (Mk 1:7-8):
Sá kemur eftir mig sem mér er styrkri, hvers að eg em eigi verðugur framfallandi upp
að leysa þvengi hans skófata. (75)
Nýja testamentið 1609:
Sá kemur eftir mig sem mér er styrkri, fyrir hveijum eg er ekki verðugur niður að
krjúpa og hans skóþvengi að leysa.
Ekki er að efa að íslenskir málvöndunarmenn samtímans munu að jafnaði
kunna betur við málfarið á endurskoðaða textanum frá 1609 en texta
Odds, þótt þar finnist vitaskuld eiimig dæmi um vafasamar eða óþarfar
breytingar. Margir myndu jafnvel hafa óskað þess að breytingamar hefðu
verið enn umfangsmeiri og gagngerðari.
Fyrir þróun íslensks biblíumáls skipti útgáfa Nýja testamentisins 1609
reyndar litlu máli. Breytingamar sem þar vom gerðar vom einungis
24 Guðbrandur Þorláksson 1589, s. [8].
25 Jakob Benediktsson 1953, s. 117-138.
218