Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 225
Þórir Kr. Þórðarson
Eru þýðingar vísindi?1
En afþví reit eg og senda eg bók þessa
að sýsla mín stoðaði eigi aðeins þessar tíðar mönnum
heldur og þeim er síðar eru
Elucidarius
Óvinnandi verk?
„Að þýða” er í raun og veru að takast á hendur óvinnandi verk. Enginn
þýðir ljóð sem er ekki skáld sjálfur. Og skáldið — þegar það þýðir ljóð
— yrkir að nýju. Sé Ijóð þýtt verður til ný tjáning sem stundum á harla
lítinn samhljóm með fmmtextanum ef hann er skoðaður í öllum sínum
áhrifamætti og viðfeðmu skírskotun. Gunnarshólmi verður ekki þýddur
svo ótvírætt sé. Þegar kvæðið hefur verið svipt öllu umhverfi sínu sem
gefur því áferð og lit, hljóm og hrynjandi í sögu og samtíð — og í lífi
Jónasar Hallgrímssonar sem íslenskir lesendur skynja á sérstæðan hátt og
nema kvæði hans innan marka heildarskynjunar sinnar á skáldinu, —
þegar kvæðinu hefur verið snarað á ensku eða þýsku eða á hvaða aðra
tungu sem vera skal, t.d. á japönsku, er það ekki lengur Gunnarshólmi,
heldur kvæði sem er ort að nýju að miklu leyti, þótt japanska skáldinu
kunni að hafa tekist að yfirfæra til síns umheims enduróm af þeirri frægð
sem kvæði Jónasar nýtur í fmmgerð sinni og laða fram japanskt bergmál
af viðtöku viðtakendanna á Islandi.
Þýðingar em jafngamlar menningunni. Súmerskar sögur vom þýddar á
assýrísku og babýlónsku, og svo fram eftir öldum, en á hellenska tímanum
varð þörfin fyrir þýðingar ríkari en oft áður. í formála Síraks bókar frá
annarri öld fyrir Krists burð segir afadrengur Síraks gamla frá því
hversu erfitt hafi verið að þýða bók gamla fræðaþularins af hebresku á
grísku. Um vanda þýðandans segir hann (í þýðingu Gissurar Einarssonar
Skálholtsbiskups, textinn úr Guðbrandsbiblíu, færður til nútíðarhorfs):2
1 Hygginn lesandi geymir sér neðanmálsgreinamar þar til ef ske kynni að hann læsi
ritgerðina öðru sinni.
2 Þar er textinn eins og í vísindalegri útgáfu Chr. Westergaard-Nielsens á
Stokkhólmshandritinu að undanskildu einu orði, alleina í handritinu en alleinasta í
Gbr-biblíu. Chr. Westergaard-Nielsen getur þess í útgáfu sinni (Chr. Westergaard-
Nielsen, Gissur Einarssons islandske oversættelse af Ecclesiasticus og Prouerbia
Salomonis [Bibliotheca Amamagnæana, Vol. xv]. Kdbenhavn: Ejnar Munksgaard,
1955, s. xi) að Gissur þýddi eftir Lágþýsku biblíunni frá 1541 (Biblia: dat ys: de
gantze Hillige Schrifft Dudesch. Vpt nye thogerichtet vnde mit vlite corrigert.
D.Mart. Luth.), en það sýndi hann ffam á í bók sinni To bibelske visdomsbóger og
deres islandske overlevering [Bibl.Arnam., Vol. xvi], Kpbenhavn: Ejnar
223