Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 227
Eru þýðingar vísindi
Beethovens. Þær eru þær sjálfar. En þær fá sífellt nýja merkingu í hverri
kynslóð. Eina merkingu fengu þær meðal nazistaforingjanna sem fylltu
tónleikasalina á sínum tíma, aðra (vonandi) í huga samtímamanna vorra.
Hver er réttust?
Viðtakendur/Lesendur
Verkið sjálft sker aldrei úr. Það em viðtakendurnir sem velja. Og þannig
lifir verkið áfrarn, kynslóð eftir kynslóð, öld fram af öld. Þannig lifir
Jesaja. Textinn er óbreytanlegur, en tungur þýðendanna og tjáningarform
móðurmáls þeirra er síbreytilegt. Þess vegna hafa menn þýtt hann
síðastliðinn 2200 ár, hvað eftir annað. Og hvaða merking er rétt?
Viðtakendurnir velja. — Þessi er þversögn þýðingarstarfsins.
Enginn þýðir bókmenntaverk án þess að gera sér grein fyrir verkinu
sem listaverki, fomii þess, tjáningu og þeirri vemleikasýn sem tjáð er. Og
engin þýðing lukkast sem byggir ekki á næmleika og skilningi á
viðtakendunum sem njóta þýðingarinnar, forsendum þeirra, hugarheimi
og þeirri merkingu sem tákn bókmennta hafa í huga þeirra.
„Einnig gildir það við þýðingar að bera kennsl á viðtakendur. Markmið
og svið þýðingar ákvarða snið hennar. Þýðing fyrir böm verður aldrei
með sama sniði og þýðing fyrir menntaða Iesendur.”8 Miklu skiptir að
vera trú/r frumtextanum, en trúmennska við málfæri og menningu
viðtakenda skiptir einnig höfuðmáli.9
Viðtakandinn eða lesandinn skiptir meginmáli í nútíma biblíufræðum
ekki síður en í aimennum bókmenntafræðum. Á ensku nefnist sú rýni sem
tekur einnig mið af viðtakandanum Reader's response criticism, eða
lesendarýni, og er svipuðum aðferðum beitt í þeirri grein sem á þýsku
nefnist Rezeptionskritik, eða móttökurýni.10
Sannleikurinn og bókmenntarýnin
Þau samskipti sem eiga sér stað milli skáldverksins og þess sem fjallar um
það, bókmenntarýnandans, eða „samtalið” milli lesandans og
bókmenntaverksins, er lykillinn að nýjum skilningi rýninnar (og
8 J. de Waard, Van overzetting en overspel: De fidus interpres op zoek naar
getrouwheid. Rede uitgesproken bij de aanvaarding van het ambt van bijzonder
hoogleraar in de wetenschap van het bijbelvertalen aan de faculteit der godgeleerdheid
en de faculteit der letteren van de Vrije Universiteit te Amsterdam op vrijdag 27
oktober 1989. Nederlands Bijbelgenootschap, án árt., s. 19.
9 Sama rit, s. 11.
10 Jón Sveinbjörnsson hefur fjallað um þessi efni rækilega og lengi og kynnt hin nýju
viðhorf bókmenntavísindanna hér. Sjá m.a. Jón Sveinbjörnsson, „Lestur og
ritskýring,” Studia theologica islandica: Ritröð Guðfrœðistofnunar Háskóla íslands
1, 1988, s. 51-70, en einnig „Biblían og bókmenntarýnin.” Orðið: Blað Félags
guðfrœðinema 19, 1985, s. 6-13, þar sem hann fjallar um „lesendarýni.” Um langt
skeið hefur Jón Sveinbjömsson kynnt hér nýjungar í ritskýringu Nýja testamentisins
sem em svo róttækar að jaðrar við byltingu í ffæðunum.
225