Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 228
Þórir Kr. Þórðarson
þýðinga). Samband bókmenntaverks, sannleiks og siðferðis kristallast á
vissan hátt í þessum samskiptum.11
Biblían er bókmenntaverk, en hún er einnig siðferðilegt verk og
trúarlegt. Því vaknar sú spuming hvort biblíurýnandinn eigi að spyrja að
sannleika textans, og ef svo er hvort niðurstaða hans hafi áhrif á
þýðinguna.
Torfi H. Tulinius (sjá neðanmálsgrein 11) vitnar í grein Páls
Skúlasonar í Pœlingum I, „Hvemig rannsaka skal mannshugann” og
bendir á að vitund mannsins er bæði í heiminum og reynir að ná utan um
hann. Bæði er hún partur af heiminum (og getur þannig orðið
viðfangsefni rannsóknar) og einnig er hún utan heimsins, í kollinum á
okkur sjálfum. Lesandinn/rýnandinn reynir í vitund sinni að skilja
heiminn og tileinka sér sannleikann. Þetta kemur fram í verki Todorovs.
Tzvetan Todorov er franskur fræðimaður af búlgörskum ættum,
fæddur árið 1939, og fjallar ein merkasta bók hans um skáldsöguna.12
Hann er „einn af fremstu fræðimönnum í Frakklandi á sviði bókmennta
og málvísinda.” Hann er þekktur „um allan heim, einkum fyrir framlag
sitt til formgerðargreiningar á frásögnum eða frásagnarfræði.”13 Hefur
hann rýnt sögu táknfræðinnar allt frá dögum Ágústínusar kirkjuföður til
nútímans og fjallar um samrœðulögmálið og Mikhaíl Bakhtín.
Todorov (og Torfi H. Tulinius í fótspor hans) gagnrýnir þá hugmynd
að „rýnendur [eigi] ekki að fást við það hvort viðfangsefni þeirra, textinn,
fari með sannindi eður ei, . . [að] spumingar um rétt og rangt [séu] utan
verksviðs bókmenntarýni, [að] bókmenntarýnin [eigi] ekki að fjalla um
tengsl bókmenntanna við heiminn, heldur um verkið sjálft sem [sé] heimur
út af fyrir sig og [geti] staðið einn og sér . . . [og skuli meta] texta aðeins
út frá hans eigin forsendum.”14
Þessi gagnrýni Todorovs og hugmyndir hans um aðferð rýninnar falla
skemmtilega vel saman við þá aðferð túlkunar ritninganna sem stunduð
hefur verið hér við guðfræðideildina um langt skeið. Sjónarmið hans eiga
því erindi til okkar, einkum fyrir þær sakir að ekki em allir á eitt sáttir
um aðferðafræði í ritskýringu í háskólum nágrannalandanna, en
þýðingarstarf byggir einmitt á ritskýringu og útleggingu. Todorov
andmælir því sem hann nefnir pósitívíska bókmenntarýni. Sú stefna
heldur því fram að einungis skuli setja textann í sitt rétta sögulega
samhengi en ekki „fást við gildi þess sem sagt er . . . [heldur aðeins] við
11 í vor var haldin „Samdrykkja” (Symposium) í Odda á vegum Félags áhugamanna um
heimspeki, Félags áhugamanna um bókmenntir og Ríkisútvarpsins. Efnið var um
Skáldskap, sannleik og siðferði. Eitt erindanna hélt Torfi H. Tulinius, lektor í
bókmenntafræði, og nefndi erindi sitt „Rödd textans. rómur túlkandans.” Er efni
þetta sem hér fer á eftir tekið úr erindi Torfa, en údegging þess vegna þýðingarstarfs
er á mína ábyrgð.
12 Critique de la critique. Un roman d'apprentissage, í enskri þýðingu Literature and Its
Theorists: A Personal View ofLiterary Criticism in the Twentieth Century, sjá erindi
Torfa H. Tuliniusar, bls. 4.
13 Sama rit, s. 4.
14 Sama rit, s. 5.
226